Fundum Alþingis frestað fram yfir kosningar 18. mars 2007 00:32 MYND/Vilhelm Samþykkt var að fresta fundum Alþingis klukkan hálfeitt í nótt fram yfir þingskosningar eftir maraþonfundi sem staðið höfðu frá því klukkan hálftíu í morgun. 45 frumvörp urðu að lögum í dag og níu þingsályktunartillögur voru samþykktar. Meðal frumvarpa sem urðu að lögum voru vegalög, lög um sameiningu Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands á næsta ári, lög um Náttúruminjasafn Íslands sem eitt þriggja höfuðsafna, lög um losun gróðurhúsalofttegunda og lög um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs. Þá voru samþykktar breytingar á samkeppnislögum sem kveðar skýrar á um ábyrgð stjórnenda fyrirtækja sem verða uppvís að brotum á samkeppnislögum og viðurlög við umferðarlagabrotum hert. Enn fremur var samþykkt frumvarp til laga um íslenska alþjóðlega skipaskrá en markmið þeirra er að stuðla að skráningu kaupskipa á Íslandi. Jafnframt var samþykkt að breyta lögum um vörugjald af ökutækjum á þann hátt að vörugjald af metangasbílum er fellt niður fram til ársloka 2008. Þingið samþykkti einnig heildarlög um íslensku friðargæsluna. Meðal þingsályktunartillagna sem þingið samþykkti var tillaga að samgönguáætlun fyrir árin 2007-2010, tillaga um skipulagða krabbameinsleit í ristli og önnur um að þjóðfáni Íslendinga skuli vera í þingsal. Til stóð að ljúka þingstörfum um kvöldmatarleytið en þau drógust fram eftir kvöldi meðal annars vegna deilna um þróun barnabóta hér á landi. Þar sem þingfundum hefur verið frestað fram yfir þingkosningar sem fram fara 12. maí má segja að kosningabarátta flokkanna hefjist nú með formlegum hætti. Alls voru afgreidd 114 frumvörp sem lög á þessu þingi og 29 þingsályktunartillögur eftir því sem Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, greindi frá í kvöld. Benti hún á í ræðu sem hún hélt í þinglok að gera þyfti frekari breytingar á þingsköpum en samþykktar voru í dag og efla þekkingu nemenda á löggjafarstörfum þingsins. Þá ítrekaði hún þá skoðun sína að Alþingi ætti að hafa hús á Þingvöllum til að geta tekið á móti erlendum gestum enda væri Alþingi tengt Þingvöllum órjúfanlegum böndum. Sólveig þakkaði þeim fjölmörgu þingmönnum sem ákveðið hafa að gefa ekki aftur kost á sér til þingstarfa samstarfið en hún hyggst sjálf hætta þingmennsku nú eftir 16 ára setu á Alþingi. Kosningar 2007 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Sjá meira
Samþykkt var að fresta fundum Alþingis klukkan hálfeitt í nótt fram yfir þingskosningar eftir maraþonfundi sem staðið höfðu frá því klukkan hálftíu í morgun. 45 frumvörp urðu að lögum í dag og níu þingsályktunartillögur voru samþykktar. Meðal frumvarpa sem urðu að lögum voru vegalög, lög um sameiningu Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands á næsta ári, lög um Náttúruminjasafn Íslands sem eitt þriggja höfuðsafna, lög um losun gróðurhúsalofttegunda og lög um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs. Þá voru samþykktar breytingar á samkeppnislögum sem kveðar skýrar á um ábyrgð stjórnenda fyrirtækja sem verða uppvís að brotum á samkeppnislögum og viðurlög við umferðarlagabrotum hert. Enn fremur var samþykkt frumvarp til laga um íslenska alþjóðlega skipaskrá en markmið þeirra er að stuðla að skráningu kaupskipa á Íslandi. Jafnframt var samþykkt að breyta lögum um vörugjald af ökutækjum á þann hátt að vörugjald af metangasbílum er fellt niður fram til ársloka 2008. Þingið samþykkti einnig heildarlög um íslensku friðargæsluna. Meðal þingsályktunartillagna sem þingið samþykkti var tillaga að samgönguáætlun fyrir árin 2007-2010, tillaga um skipulagða krabbameinsleit í ristli og önnur um að þjóðfáni Íslendinga skuli vera í þingsal. Til stóð að ljúka þingstörfum um kvöldmatarleytið en þau drógust fram eftir kvöldi meðal annars vegna deilna um þróun barnabóta hér á landi. Þar sem þingfundum hefur verið frestað fram yfir þingkosningar sem fram fara 12. maí má segja að kosningabarátta flokkanna hefjist nú með formlegum hætti. Alls voru afgreidd 114 frumvörp sem lög á þessu þingi og 29 þingsályktunartillögur eftir því sem Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, greindi frá í kvöld. Benti hún á í ræðu sem hún hélt í þinglok að gera þyfti frekari breytingar á þingsköpum en samþykktar voru í dag og efla þekkingu nemenda á löggjafarstörfum þingsins. Þá ítrekaði hún þá skoðun sína að Alþingi ætti að hafa hús á Þingvöllum til að geta tekið á móti erlendum gestum enda væri Alþingi tengt Þingvöllum órjúfanlegum böndum. Sólveig þakkaði þeim fjölmörgu þingmönnum sem ákveðið hafa að gefa ekki aftur kost á sér til þingstarfa samstarfið en hún hyggst sjálf hætta þingmennsku nú eftir 16 ára setu á Alþingi.
Kosningar 2007 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Sjá meira