Viðskipti erlent

Óbreyttir stýrivextir í Japan

Toshihiko Fukui, seðlabankastjóri Japans.
Toshihiko Fukui, seðlabankastjóri Japans. Mynd/AFP

Japanski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,5 prósentustigum. Bankinn hækkaði vextina um 25 punkta í síðasta mánuði en það var önnur stýrivaxtahækkunin í Japan í sex ár.

Greinendur höfðu flestir hverjir reiknað með þessari niðurstöðu en stjórn seðlabankans hefur verið undir þrýstingi að halda vöxtunum óbreyttum.

Stýrivextir í Japan voru núllstilltir árið 2000 til að blása lífi í hagvöxt landsins í kjölfar efnahagslægðar. Þeir voru óbreyttir í sex ár eða þar til í júlí í fyrra þegar bankastjórnin ákvað að hækka þá um 25 punkta.

Stýrivextir í Japan er þrátt fyrir tvær hækkanir á innan við ári talsvert undir stýrivöxtum helstu hagkerfa heimsins. Vextirnir eru 5,25 prósent í Bandaríkjunum en 3,75 prósent á evrusvæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×