PS3 misvel tekið 24. mars 2007 18:10 Getty Images Nýja Playstation 3 leikjatölvan kom á Evrópumarkað nú fyrir helgi og var henni víðast hvar vel tekið, tölvan seldist sérstaklega vel í Bretlandi. Hins vegar hefur ekki gengið jafn vel fyrstu dagana í Frakklandi og Þýskalandi þar sem athygli hefur vakið hversu fáir hafa keypt sér þetta nýjasta útspil Sony á leikjatölvumarkaðinum. Microsoft-hugbúnaðarrisinn nýtti sér tækifærið til að sýna samkeppni í verki, en þeir reyna að selja fólki Microsoft X-Box 360 í stað PS3. Til að mynda lánuðu þeir fólki sem beið í röðum eftir að komast inn í Virgin-búðina á Oxford Street í London stóla merkta Microsoft til að sitja í og bíða. Það sem veitir PS3 helst forskot á X-Box 360 er að í PS3 er innbyggður Blu-Ray spilari, en til að spila HD-DVD diska á X-Box 360 þarf að kaupa sérstakan aukabúnað. Þá virðist sem Blu-Ray sé að verða ofan á sem arftaki DVD-diska, miðillinn sem gerir það kleyft að gefa út bíómyndir í HD, hágæðaupplausn. Playstation 3 er komin í verslanir hér á landi og hefur selst ágætlega fyrstu dagana. Vélin kostar um 65 þúsund krónur. Leikjavísir Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Nýja Playstation 3 leikjatölvan kom á Evrópumarkað nú fyrir helgi og var henni víðast hvar vel tekið, tölvan seldist sérstaklega vel í Bretlandi. Hins vegar hefur ekki gengið jafn vel fyrstu dagana í Frakklandi og Þýskalandi þar sem athygli hefur vakið hversu fáir hafa keypt sér þetta nýjasta útspil Sony á leikjatölvumarkaðinum. Microsoft-hugbúnaðarrisinn nýtti sér tækifærið til að sýna samkeppni í verki, en þeir reyna að selja fólki Microsoft X-Box 360 í stað PS3. Til að mynda lánuðu þeir fólki sem beið í röðum eftir að komast inn í Virgin-búðina á Oxford Street í London stóla merkta Microsoft til að sitja í og bíða. Það sem veitir PS3 helst forskot á X-Box 360 er að í PS3 er innbyggður Blu-Ray spilari, en til að spila HD-DVD diska á X-Box 360 þarf að kaupa sérstakan aukabúnað. Þá virðist sem Blu-Ray sé að verða ofan á sem arftaki DVD-diska, miðillinn sem gerir það kleyft að gefa út bíómyndir í HD, hágæðaupplausn. Playstation 3 er komin í verslanir hér á landi og hefur selst ágætlega fyrstu dagana. Vélin kostar um 65 þúsund krónur.
Leikjavísir Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira