Mikil ábyrgð hvílir á dómendum Björn Gíslason skrifar 29. mars 2007 18:41 Bæði settur saksóknari í Baugsmálinu og verjendur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, og Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra fyrirtækisins, lögðu á það áherslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að mikil ábyrgð hvíldi á dómendum í málinu en þó á misjöfnum forsendum. Aðalmeðferð í Baugsmálinu lauk í Héraðsdómi í dag. Rúmar sex vikur eru frá því að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, gekk inn í Héraðsdóm við upphaf aðalmeðferðar Baugsmálsins og tekin var skýrsla af honum fyrstum sem sakborningi í málinu. Síðan þá hafa hinir sakborningarnir, Tryggvi Jónsson, og Jón Gerald Sullenberger, fyrrverandi viðskiptafélagi Baugsmanna, verið yfirheyrðir ásamt á níunda tug vitna og munnlegur málflutningur hefur farið fram í þessari viku. Alls eru ákæruliðirnir í málinu átján og er Jón Ásgeir ákærður í 17 þeirra, Tryggvi í níu og Jón Gerald einu. Allir lýsa þeir yfir sakleysi sínu. Í héraðsdómi í dag lögðu verjendur bæði Jóns Ásgeirs og Tryggva áherslu á það að með minnstu sakfellingu myndi þeim vera meinað samkvæmt lögum að sinna þeim störfum sem þeir sinna núna í þrjú ár. Því væri engin smáákvörðun á ferðinni eins og Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs orðaði það. Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari, sagði hins vegar að á dómnum hvíldi ábyrgð að gefa skýr skilaboð um hvað mætti í íslensku viðskiptalífi og hvað ekki. Með lok aðalmeðferðar í dag var málið lagt í dóm. Hann hefur samkvæmt lögum þrjár vikur til að komast að niðurstöðum en í ljósi þess hve umfangsmikið málið er, en málsskjölin eru sögð telja um 50 þúsund síður, er talið líklegt að hann taki sér lengri tíma. Baugsmálið Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Bæði settur saksóknari í Baugsmálinu og verjendur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, og Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra fyrirtækisins, lögðu á það áherslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að mikil ábyrgð hvíldi á dómendum í málinu en þó á misjöfnum forsendum. Aðalmeðferð í Baugsmálinu lauk í Héraðsdómi í dag. Rúmar sex vikur eru frá því að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, gekk inn í Héraðsdóm við upphaf aðalmeðferðar Baugsmálsins og tekin var skýrsla af honum fyrstum sem sakborningi í málinu. Síðan þá hafa hinir sakborningarnir, Tryggvi Jónsson, og Jón Gerald Sullenberger, fyrrverandi viðskiptafélagi Baugsmanna, verið yfirheyrðir ásamt á níunda tug vitna og munnlegur málflutningur hefur farið fram í þessari viku. Alls eru ákæruliðirnir í málinu átján og er Jón Ásgeir ákærður í 17 þeirra, Tryggvi í níu og Jón Gerald einu. Allir lýsa þeir yfir sakleysi sínu. Í héraðsdómi í dag lögðu verjendur bæði Jóns Ásgeirs og Tryggva áherslu á það að með minnstu sakfellingu myndi þeim vera meinað samkvæmt lögum að sinna þeim störfum sem þeir sinna núna í þrjú ár. Því væri engin smáákvörðun á ferðinni eins og Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs orðaði það. Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari, sagði hins vegar að á dómnum hvíldi ábyrgð að gefa skýr skilaboð um hvað mætti í íslensku viðskiptalífi og hvað ekki. Með lok aðalmeðferðar í dag var málið lagt í dóm. Hann hefur samkvæmt lögum þrjár vikur til að komast að niðurstöðum en í ljósi þess hve umfangsmikið málið er, en málsskjölin eru sögð telja um 50 þúsund síður, er talið líklegt að hann taki sér lengri tíma.
Baugsmálið Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira