Sjálfstæðisflokkurinn gerir stofnun hers að kosningamáli 30. mars 2007 12:02 MYND/Hari Sjálfstæðisflokkurinn hefur valið að gera stofnun hers að kosningamáli, segir Össur Skarphéðinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, um þær tillögur Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra um að stofnuð verði 240 manna lið varalögreglu sem kynntar voru í gær. Össur segir á heimasíðu sinni að tillögurnar séu ekkert annað en vísir að íslenskum her og að hlutverki varaliðsins sé þannig lýst að það geti ekki þýtt annað en liðið verði æft í vopnaburði. Það blasi því við að eina stefnumálið sem Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt fram fyrir kosningarna, ennþá að minnsta kosti, sé að koma upp vísi að íslenskum her. Össur spyr hvað Framsóknarflokkurinn segi við þessu og spyr hvort hann ætli að láta reka þetta mál niður um kokið á sér eins og Írakmálið. Þá bendir hann á að kostnaðurinn við varaliðið sé gríðarlegur, en stofnkostnaður er áætlaður um 240 milljónir króna og að rekstarkostnaður á ári verði um 220 milljónir. Segir Össur á heimasíðu sinni að hugmyndin sé allsendis fráleit og að ríkisstjórnin hafi engin rök lagt fram sem styðji nauðsyn þess að skattborgararnir kosti með þessum hætti ástríðu dómsmálaráðherra fyrir tindátaleik fyrir fullorðna. Nær væri að nota þetta fé til að styrkja almennu löggæsluna í landinu, efla sérsveitina ef rök séu til og að bæta björgunar- og öryggiseftirlit á hafinu umhverfis Ísland. Kosningar 2007 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur valið að gera stofnun hers að kosningamáli, segir Össur Skarphéðinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, um þær tillögur Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra um að stofnuð verði 240 manna lið varalögreglu sem kynntar voru í gær. Össur segir á heimasíðu sinni að tillögurnar séu ekkert annað en vísir að íslenskum her og að hlutverki varaliðsins sé þannig lýst að það geti ekki þýtt annað en liðið verði æft í vopnaburði. Það blasi því við að eina stefnumálið sem Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt fram fyrir kosningarna, ennþá að minnsta kosti, sé að koma upp vísi að íslenskum her. Össur spyr hvað Framsóknarflokkurinn segi við þessu og spyr hvort hann ætli að láta reka þetta mál niður um kokið á sér eins og Írakmálið. Þá bendir hann á að kostnaðurinn við varaliðið sé gríðarlegur, en stofnkostnaður er áætlaður um 240 milljónir króna og að rekstarkostnaður á ári verði um 220 milljónir. Segir Össur á heimasíðu sinni að hugmyndin sé allsendis fráleit og að ríkisstjórnin hafi engin rök lagt fram sem styðji nauðsyn þess að skattborgararnir kosti með þessum hætti ástríðu dómsmálaráðherra fyrir tindátaleik fyrir fullorðna. Nær væri að nota þetta fé til að styrkja almennu löggæsluna í landinu, efla sérsveitina ef rök séu til og að bæta björgunar- og öryggiseftirlit á hafinu umhverfis Ísland.
Kosningar 2007 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Sjá meira