Einhæf umræða, auðkýfingar og snobbaðar konur 12. apríl 2007 11:51 Það er vel hugsanlegt að við fjölmiðlamenn festumst stundum í hlutum sem eru kannski ekki svo ofsalega mikilvægir og að við komumst ekki út úr þeim aftur vegna þess að hávaðinn er orðinn svo mikill að allir eru hættir að hugsa. Er það kannski svo með þessi blessuðu stóriðjumál? Í kosningabaráttunni er varla talað um annað. En hvað um hluti sem líklega skipta fólkið í landinu meira máli? Okrið, dýrustu lán í heimi og vinnuálag eins og Dr. Gunni talar um í pistli í Fréttablaðinu í dag. Og fleira. Á ágætum kristilegum vef sem ég hef áður vitnað í er þetta nefnt:"Enn hafa ekki farið fram neinar umræður um skólamál, siðferðismál, kirkjuleg málefni, varnarmál, menningarmál, utanríkismál, uppeldismál, vegamál, vaxtamál, sjávarútvegsmál, landbúnarðarmál, landsbyggðamál, evrópumál, jafnréttismál, fóstureyðingar, spillingu, öldrunarmál, vistunarmál, áfengismál, heilbrigðismál, málefni ungmenna, málefni hálskóla eða frumkvöðlastarfsemi. Engar umræður enn sem komið er um grunngildi eða siðferði." Sumt í umræðunni er líka óheiðarlegt, eða ber allavega þess merki að sumir eru komnir með blöðkur fyrir augun. Eins til dæmis og að tala um að hér sé bara stunduð einhver horngrýtis stóriðja þar sem mannshugurinn komi hvergi að. Þeir sem hafa skoðað Kárahnjúkavirkjun tala um hana eins og stórkostlegt tæknilegt afrek. Í fáum greinum standa Íslendingar framar en nýtingu á vatnsafli og gufuafli. Við þetta vinna ótal verkfræðingar og tæknimenntað fólk. Við flytjum út þessa þekkingu. Ef það er ekki háækni þá veit ég ekki hvað. --- --- --- Merkilegt er líka hversu lítinn áhuga þjóðin (og fjölmiðlarnir) hafa á að kynna sér það sem fer fram uppi við Kárahnjúka. Það er eins og framkvæmdirnar þar fari fram í allt öðru landi eða heimsálfu. Í þáttaröðinni Megastructures á National Geographic sjónvarpsstöðinni var merkileg úttekt á byggingu Kárahnjúkavirkjunar frá verkfræðilegum sjónarhóli. Svoleiðis þætti hefur maður ekki séð í íslensku sjónvarpi. Við vitum heldur ekki neitt um fólkið sem er að vinna þarna uppfrá. Við lítum bara niður á það. Merkilegt nokk er eins og erlendir fjölmiðlar hafi meiri áhuga á því, samanber þessa grein sem birtist í Time. --- --- --- Landsbankinn leggur fé til góðra málefna sem er þakkarvert. Viðskiptavinir bankanna vita samt að þeir eru ekki góðgerðastofnanir. Þeir munu sem fyrr bera út ekkjur og munaðarleysingja ef þeim hentar. Björgólfur eldri leggur 75 milljónir króna í ýmis góð málefni. Mér skilst að viðskiptavinir bankans eigi svo að borga meira. Á sama tíma heldur Björgólfur yngri afmælisveislu fyrir 200 milljónir króna. Þetta heitir víst að vita ekki hvað maður á að gera við peningana. Áhyggjusamlegast er þó hversu auðjöfurinn hefur vondan tónlistarsmekk. --- --- --- Smekkleysi nýríks fólks er svosem ekki nýtt fyrirbæri. Það hefur verið hneykslunarefni allt frá því í fornöld. Ég hef nokkrum sinnum vitnað í höfuðritið Satýrikon eftir Petróníus í þessu sambandi en þar er sagt frá veislu auðmannsins Trimalkiusar. Á æðislegum uppgangstíma Bandaríkjanna á seinni hluta 19. aldar urðu til ógurlega ríkir menn, aðallega í kringum olíu, lestir og stóriðnað. Morgan, Carnagie, Vanderbildt, Rockefeller. Þessir menn voru flestir vita kúltúrlausir. En þeir eignuðust konur og þær urðu snobbaðar. Vildu hafa fínt hjá sér eins og í Evrópu. Það kom upp samkeppni milli eiginkvenna auðkýfingana um hver gæti byggt fínustu leikhúsin, tónleikasalina, listahallirnar. Að ógleymdum góðgerðarmálunum. Á þeim tíma vissu menn ekkert fínna en óperu. Nú skemmta rapparar í boðum ríka fólksins. Í nútímanum höfum við Bill Gates, ríkasta mann í heimi. Hann klæðir sig ennþá eins og lúði, spilar bridge í frístundum og gefur stóran hluta peninga sinna til menningar- og líknarmála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Það er vel hugsanlegt að við fjölmiðlamenn festumst stundum í hlutum sem eru kannski ekki svo ofsalega mikilvægir og að við komumst ekki út úr þeim aftur vegna þess að hávaðinn er orðinn svo mikill að allir eru hættir að hugsa. Er það kannski svo með þessi blessuðu stóriðjumál? Í kosningabaráttunni er varla talað um annað. En hvað um hluti sem líklega skipta fólkið í landinu meira máli? Okrið, dýrustu lán í heimi og vinnuálag eins og Dr. Gunni talar um í pistli í Fréttablaðinu í dag. Og fleira. Á ágætum kristilegum vef sem ég hef áður vitnað í er þetta nefnt:"Enn hafa ekki farið fram neinar umræður um skólamál, siðferðismál, kirkjuleg málefni, varnarmál, menningarmál, utanríkismál, uppeldismál, vegamál, vaxtamál, sjávarútvegsmál, landbúnarðarmál, landsbyggðamál, evrópumál, jafnréttismál, fóstureyðingar, spillingu, öldrunarmál, vistunarmál, áfengismál, heilbrigðismál, málefni ungmenna, málefni hálskóla eða frumkvöðlastarfsemi. Engar umræður enn sem komið er um grunngildi eða siðferði." Sumt í umræðunni er líka óheiðarlegt, eða ber allavega þess merki að sumir eru komnir með blöðkur fyrir augun. Eins til dæmis og að tala um að hér sé bara stunduð einhver horngrýtis stóriðja þar sem mannshugurinn komi hvergi að. Þeir sem hafa skoðað Kárahnjúkavirkjun tala um hana eins og stórkostlegt tæknilegt afrek. Í fáum greinum standa Íslendingar framar en nýtingu á vatnsafli og gufuafli. Við þetta vinna ótal verkfræðingar og tæknimenntað fólk. Við flytjum út þessa þekkingu. Ef það er ekki háækni þá veit ég ekki hvað. --- --- --- Merkilegt er líka hversu lítinn áhuga þjóðin (og fjölmiðlarnir) hafa á að kynna sér það sem fer fram uppi við Kárahnjúka. Það er eins og framkvæmdirnar þar fari fram í allt öðru landi eða heimsálfu. Í þáttaröðinni Megastructures á National Geographic sjónvarpsstöðinni var merkileg úttekt á byggingu Kárahnjúkavirkjunar frá verkfræðilegum sjónarhóli. Svoleiðis þætti hefur maður ekki séð í íslensku sjónvarpi. Við vitum heldur ekki neitt um fólkið sem er að vinna þarna uppfrá. Við lítum bara niður á það. Merkilegt nokk er eins og erlendir fjölmiðlar hafi meiri áhuga á því, samanber þessa grein sem birtist í Time. --- --- --- Landsbankinn leggur fé til góðra málefna sem er þakkarvert. Viðskiptavinir bankanna vita samt að þeir eru ekki góðgerðastofnanir. Þeir munu sem fyrr bera út ekkjur og munaðarleysingja ef þeim hentar. Björgólfur eldri leggur 75 milljónir króna í ýmis góð málefni. Mér skilst að viðskiptavinir bankans eigi svo að borga meira. Á sama tíma heldur Björgólfur yngri afmælisveislu fyrir 200 milljónir króna. Þetta heitir víst að vita ekki hvað maður á að gera við peningana. Áhyggjusamlegast er þó hversu auðjöfurinn hefur vondan tónlistarsmekk. --- --- --- Smekkleysi nýríks fólks er svosem ekki nýtt fyrirbæri. Það hefur verið hneykslunarefni allt frá því í fornöld. Ég hef nokkrum sinnum vitnað í höfuðritið Satýrikon eftir Petróníus í þessu sambandi en þar er sagt frá veislu auðmannsins Trimalkiusar. Á æðislegum uppgangstíma Bandaríkjanna á seinni hluta 19. aldar urðu til ógurlega ríkir menn, aðallega í kringum olíu, lestir og stóriðnað. Morgan, Carnagie, Vanderbildt, Rockefeller. Þessir menn voru flestir vita kúltúrlausir. En þeir eignuðust konur og þær urðu snobbaðar. Vildu hafa fínt hjá sér eins og í Evrópu. Það kom upp samkeppni milli eiginkvenna auðkýfingana um hver gæti byggt fínustu leikhúsin, tónleikasalina, listahallirnar. Að ógleymdum góðgerðarmálunum. Á þeim tíma vissu menn ekkert fínna en óperu. Nú skemmta rapparar í boðum ríka fólksins. Í nútímanum höfum við Bill Gates, ríkasta mann í heimi. Hann klæðir sig ennþá eins og lúði, spilar bridge í frístundum og gefur stóran hluta peninga sinna til menningar- og líknarmála.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun