Geir Haarde forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins vill minnka almennar skerðingar í almannatryggingakerfinu úr 40 prósentum í 35. Þá vill hann að þeir sem orðnir eru sjötugir geti unnið launavinnu án þess að lífeyrir skerðist.
Þetta var meðal þess sem kom fram í setningarræðu Geirs á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem var settur í Laugardalshöll í gærkvöldi. Þá lofaði Geir árangur síðustu sextán ára í efnahgasmálum og sagði að undir forystu Sjálfstæðisflokksins væri Ísland orðið land tækifæranna. Fundinum verður framhaldið í dag og fram á sunnudag.