Spá sexföldum hagnaði hjá Sony 13. apríl 2007 12:14 Viðskiptavinur kaupir PS3 leikjatölvuna frá Sony í fyrra. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa í japanska hátækniframleiðandanum Sony hækkaði talsvert í dag og hefur ekki verið hærra í fimm ár. Ástæðan fyrir hækkuninni er spá japanska viðskiptablaðsins Nikkei að hagnaður Sony muni sexfaldast á árinu. Blaðið bendir á að sala á flatskjám Sony muni aukast á þessu ári og því næsta auk þess sem gert er ráð fyrir að sala á PlayStation 3 leikjatölvunni muni glæðast á árinu. Spáir blaðið því að hagnaður fyrirtækisins fyrir skatta og gjöld muni nema allt að 400 milljörðum jena, jafnvirði 222 milljarða íslenskra króna. Afkomutölur Sony fyrir síðasta ár liggja enn ekki fyrir en gert er ráð fyrir að hagnaður fyrirtækisins fyrir skatta muni nema 60 milljörðum jena, jafnvirði rúmra 33 milljarða íslenskra króna. Mestu munar um mikinn kostnað við nýju leikjatölvuna. Erlent Fréttir Leikjavísir Viðskipti Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Gengi hlutabréfa í japanska hátækniframleiðandanum Sony hækkaði talsvert í dag og hefur ekki verið hærra í fimm ár. Ástæðan fyrir hækkuninni er spá japanska viðskiptablaðsins Nikkei að hagnaður Sony muni sexfaldast á árinu. Blaðið bendir á að sala á flatskjám Sony muni aukast á þessu ári og því næsta auk þess sem gert er ráð fyrir að sala á PlayStation 3 leikjatölvunni muni glæðast á árinu. Spáir blaðið því að hagnaður fyrirtækisins fyrir skatta og gjöld muni nema allt að 400 milljörðum jena, jafnvirði 222 milljarða íslenskra króna. Afkomutölur Sony fyrir síðasta ár liggja enn ekki fyrir en gert er ráð fyrir að hagnaður fyrirtækisins fyrir skatta muni nema 60 milljörðum jena, jafnvirði rúmra 33 milljarða íslenskra króna. Mestu munar um mikinn kostnað við nýju leikjatölvuna.
Erlent Fréttir Leikjavísir Viðskipti Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira