Samfylkingin vill vera burðarafl í ríkisstjórninni 14. apríl 2007 17:59 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var endurkjörin formaður Samfylkingarinnar til tveggja ára á landsfundi flokksins sem lauk rétt í þessu. Það kom í hennar hlut slíta landsfundinum. Hún sagði flokkinn fulkskapaðan og mikilvægt væri að hann yrði burðarafl í stjórnvaldi landsins, ríkisstjórninni. Ingibjörg sagði í lokaræðu sinni að hún hefði um helgina skynjað hversu mikil tónlist, kraftur og taktur væri í flokknum. Samfylkingin væri að birtast sem fullskapaður flokkur jafnaðarmanna með skýra stefnu á öllum sviðum, flokkur með mjög sterkan karakter. Ingibjörg sagði enn fremur að það sýndi styrk flokksins að svo margir hefðu mætt á landsfundinn þrátt fyrir þann mótbyr sem flokkurinn hefði lent í á undanförnum mánuðum. Flokkurinn væri búinn að festa rætur og hún hefði aldrei fundið það jafnsterkt og á þessum fundi. Flokkurinn væri ekki óánægjuflokkur heldur hlustaði hann á áhyggjur fólks og reyndi að gera þær að viðfangsefnum stjórnmálanna. Áhyggjur fólksins væru hjá bæði gamla fólkinu og því unga og flokkurinn þyrfti að komast að þar til stjórnvaldið væri og breyta því sem þyrfti að breyta. Þá sagði hún flokkinn fullskapaðan flokk sem ætlaði að nota ríkisvaldið til að standa vörð um þá sem höllum fæti stæðu. Flokkurinn gæti verið ríkisberandi. Þar ætti hún við að hann mótaði umræðuna og líka stjórnvaldið og ákvarðanir þess. Þá benti hún á að draumurinn um stóra jafnaðarmannaflokkinnn lifði í hjörtum allra Samfylkingarmanna. Þess vegna væri þessi stóri hópur á landsfundinum. Draumurinn væri mikilvægur vegna þess að það yrðu að eiga sér stað breytingar í samfélaginu til aukins jöfnuðar. Sagði hún að endingu að nú færi Samfylkingarfólk út í vorið og segði fólki frá þessum draumi. Ef það gerðist ekki þá væri aðeins einn flokkur sem væri burðarflokkur í stjórnvaldi hér á landi, Sjálfstæðisflokkurinn. Það væri ekki sú mynd sem Samfylkingin vildi og að það yrði að fá fólk til að skilja mikilvægi kosninganna. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður var einnig endurkjörinn varaformaður Samfylkingarinnar á fundinum í dag. Kosningar 2007 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var endurkjörin formaður Samfylkingarinnar til tveggja ára á landsfundi flokksins sem lauk rétt í þessu. Það kom í hennar hlut slíta landsfundinum. Hún sagði flokkinn fulkskapaðan og mikilvægt væri að hann yrði burðarafl í stjórnvaldi landsins, ríkisstjórninni. Ingibjörg sagði í lokaræðu sinni að hún hefði um helgina skynjað hversu mikil tónlist, kraftur og taktur væri í flokknum. Samfylkingin væri að birtast sem fullskapaður flokkur jafnaðarmanna með skýra stefnu á öllum sviðum, flokkur með mjög sterkan karakter. Ingibjörg sagði enn fremur að það sýndi styrk flokksins að svo margir hefðu mætt á landsfundinn þrátt fyrir þann mótbyr sem flokkurinn hefði lent í á undanförnum mánuðum. Flokkurinn væri búinn að festa rætur og hún hefði aldrei fundið það jafnsterkt og á þessum fundi. Flokkurinn væri ekki óánægjuflokkur heldur hlustaði hann á áhyggjur fólks og reyndi að gera þær að viðfangsefnum stjórnmálanna. Áhyggjur fólksins væru hjá bæði gamla fólkinu og því unga og flokkurinn þyrfti að komast að þar til stjórnvaldið væri og breyta því sem þyrfti að breyta. Þá sagði hún flokkinn fullskapaðan flokk sem ætlaði að nota ríkisvaldið til að standa vörð um þá sem höllum fæti stæðu. Flokkurinn gæti verið ríkisberandi. Þar ætti hún við að hann mótaði umræðuna og líka stjórnvaldið og ákvarðanir þess. Þá benti hún á að draumurinn um stóra jafnaðarmannaflokkinnn lifði í hjörtum allra Samfylkingarmanna. Þess vegna væri þessi stóri hópur á landsfundinum. Draumurinn væri mikilvægur vegna þess að það yrðu að eiga sér stað breytingar í samfélaginu til aukins jöfnuðar. Sagði hún að endingu að nú færi Samfylkingarfólk út í vorið og segði fólki frá þessum draumi. Ef það gerðist ekki þá væri aðeins einn flokkur sem væri burðarflokkur í stjórnvaldi hér á landi, Sjálfstæðisflokkurinn. Það væri ekki sú mynd sem Samfylkingin vildi og að það yrði að fá fólk til að skilja mikilvægi kosninganna. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður var einnig endurkjörinn varaformaður Samfylkingarinnar á fundinum í dag.
Kosningar 2007 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira