Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, og Margrét Sverrisdóttir, varaformaður flokksins, leiða lista Íslandshreyfingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Flokkurinn tilkynnti um fimm eftstu sætin í kjördæmunum í dag.
Þau eru skipuð svo:
Reykjavíkurkjördæmi suður1. Ómar Ragnarsson, fréttamaður
2. Ósk Vilhjálmsdóttir, myndlistarkona og ferðamálafrömuður
3. Sigríður Þorgeirsdóttir, doktor í Heimspeki
4. Elvira Méndez Pinedo, doktor í Evrópurétti
5. Snorri Sigurjónsson, lögreglufulltrúi
Reykjavíkurkjördæmi norður
1. Margrét Sverrisdóttir, borgarfulltrúi
2. Ólafur Hannibalsson, blaðamaður
3. Sigurlín Margrét Sigurðardóttir, varaþingmaður
4. Guðrún Ásmundsdóttir, leikari og leikskáld
5. Ragnar Kjartansson, myndlistar og tónlistarmaður