Niðurskurðarhnífnum beitt hjá Sony 18. apríl 2007 09:30 PlayStation 3 leikjatölva frá Sony. Japanski hátækniframleiðandinn Sony hefur látið í veðri vaka að hann ætli að fækka í starfsliði sínu í Evrópu. Verði það raunin getur svo farið að 160 manns verði sagt upp störfum. Forsvarsmenn Sony segja hagræðingu í Evrópuhluta fyrirtækisins ekki tengjast dræmri sölu á PlayStation 3, nýjustu leikjatölvunni frá fyrirtækinu, sem kom út í enda síðasta mánaðar. Nanako Kato, talsmaður Sony, segir helstu ástæðuna fyrir hagræðingu hjá starfsemi Sony í Evrópu vera breyttar markaðsaðstæður og í samræmi við nýtt skipulag sem auka eigi samkeppnishæfni fyrirtækisins. Um 1.900 manns starfa hjá Sony í Evrópu. Fari svo að 160 manns verði sagt upp nemur það um 8 prósentum af starfsliði fyrirtækisins í álfunni. Nýjasta leikjatölvan frá Sony kom á markað í Bandaríkjunum og Japan í nóvember í fyrra en ekki fyrr en í enda síðasta mánaðar í Evrópu. Hesta ástæðan fyrir því voru tafir á framleiðslu Blu-ray geisladrifi leikjatölvunnar, sem var framleidd eftir stöðlum Evrópusambandsins. Sony greindi nýverið frá því að fyrirtækið hefði selt 800.000 eintök af leikjatölvunni í Evrópu og sé stutt í að heildarsalan um heim allan nemi sex milljónum eintaka. Sony var síðasta fyrirtækið til að setja þessa nýjustu kynslóð leikjatölva á markað á eftir Microsoft, sem framleiðir Xbox 360 leikjatölvuna, og Nintendo, sem setti Wii-leikjatölvuna á markað síðastliðið haust. Leikjatölvan frá Nintendo hefur víða selst afar vel og segir Sony, að áætlanir fyrirtækisins hafi ekki gengið sem skildi. Þegar fyrirtækið birti afkomutölur sínar fyrir síðasta ár greindi það frá því að gert sé ráð fyrir aukinni sölu á þessu ári. Erlent Fréttir Leikjavísir Viðskipti Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Japanski hátækniframleiðandinn Sony hefur látið í veðri vaka að hann ætli að fækka í starfsliði sínu í Evrópu. Verði það raunin getur svo farið að 160 manns verði sagt upp störfum. Forsvarsmenn Sony segja hagræðingu í Evrópuhluta fyrirtækisins ekki tengjast dræmri sölu á PlayStation 3, nýjustu leikjatölvunni frá fyrirtækinu, sem kom út í enda síðasta mánaðar. Nanako Kato, talsmaður Sony, segir helstu ástæðuna fyrir hagræðingu hjá starfsemi Sony í Evrópu vera breyttar markaðsaðstæður og í samræmi við nýtt skipulag sem auka eigi samkeppnishæfni fyrirtækisins. Um 1.900 manns starfa hjá Sony í Evrópu. Fari svo að 160 manns verði sagt upp nemur það um 8 prósentum af starfsliði fyrirtækisins í álfunni. Nýjasta leikjatölvan frá Sony kom á markað í Bandaríkjunum og Japan í nóvember í fyrra en ekki fyrr en í enda síðasta mánaðar í Evrópu. Hesta ástæðan fyrir því voru tafir á framleiðslu Blu-ray geisladrifi leikjatölvunnar, sem var framleidd eftir stöðlum Evrópusambandsins. Sony greindi nýverið frá því að fyrirtækið hefði selt 800.000 eintök af leikjatölvunni í Evrópu og sé stutt í að heildarsalan um heim allan nemi sex milljónum eintaka. Sony var síðasta fyrirtækið til að setja þessa nýjustu kynslóð leikjatölva á markað á eftir Microsoft, sem framleiðir Xbox 360 leikjatölvuna, og Nintendo, sem setti Wii-leikjatölvuna á markað síðastliðið haust. Leikjatölvan frá Nintendo hefur víða selst afar vel og segir Sony, að áætlanir fyrirtækisins hafi ekki gengið sem skildi. Þegar fyrirtækið birti afkomutölur sínar fyrir síðasta ár greindi það frá því að gert sé ráð fyrir aukinni sölu á þessu ári.
Erlent Fréttir Leikjavísir Viðskipti Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira