Fótbolti

Beckham: Ég myndi aldrei gagnrýna Capello

NordicPhotos/GettyImages

David Beckham segist bera mikla virðngu fyrir þjálfara sínum Fabio Capello hjá Real Madrid og segir aldrei hafa komið til greina að gagnrýna hann þó hann hafi tekið sig út úr liðinu á sínum tíma. Capello neitaði að láta Beckham spila fyrst eftir að hann samdi við LA Galaxy í Bandaríkjunum, en hann vann sér aftur sæti í liðinu með dugnaði sínum.

"Ég stend í þakkarskuld við Capello og ég myndi aldrei gagnrýna hann opniberlega. Hann er virtur maður í knattspyrnunni og hann á alla mína virðingu. Ég brást eins við því þegar hann setti mig út úr liðinu og ég hef áður gert þegar ég lendi í mótlæti. Fólk hefur áður efast um mig á ferlinum, en ég sýndi að ég er atvinnumaður og skila mínu. Það skiptir ekki máli hvort ég er að fara til annars liðs eða ekki - ég mun alltaf láta mig vaða í allar tæklingar og reyna að hjálpa liðinu að vinna leiki," sagði Beckham en viðurkenndi að það hefði komið sér á óvart þegar Capello setti hann út í kuldann.

"Þetta kom mér mjög á óvart, því Capello hafði alltaf verið mjög sanngjarn við mig. Hann sýndi mér virðingu bæði sem leikmanni og persónu og því kom það mér á óvart þegar hann setti mig út úr liðinu. Ég var farinn að óttast að ég ætti aldrei eftir að spila fyrir Real á ný. Það er einstök tilfinning að spila á Bernabeu og það er líklega það eina sem er magnaðara en það að spila í hvíta búningnum," sagði Beckham, sem nú er óðum að ná sér af meiðslum og ætti því að geta hjálpað liði sínu í óvæntri baráttu um meistaratitilinn á lokasprettinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×