Vondar auglýsingar, of duglegur þingforseti, pólitísk óvissa 27. apríl 2007 20:22 Nokkrar kosningaauglýsingar vekja athygli fyrir hvað þær eru vondar. Þar skal fyrsta telja vefauglýsingu Samfylkingarinnar á Suðurlandi þar sem frambjóðarnir spila billjarð og Lúðvík Bergvinsson kallar Róbert Marshall "sprækan strák". Í flokki sem hefur rauða kúlu sem tákn er sorglegt að engum frambjóðendanna skuli takast að setja kúluna niður. Svo er það auglýsing Framsóknarflokksins þar sem Samúel Örn og Siv eru að kyssast. Hún er hræðileg. Eða eins og einhver sagði: "Áin þrjú hafa hlotið nýja merkingu….Á, Ái, Ááááíii!!" Þessa auglýsingu má sjá hér að ofan. Einna verst er þó auglýsingin með Katrínu Jakobsdóttur sem hangir víða í bænum. Hún er segja eitthvað eins og Stöðug framfarasókn eða Til móts við framtíðina, einhvern slíkan frasa sem ómögulegt er að muna, en ljósmyndin af henni er tekin fyrir framan einstaklega ljótar blokkir í Austur-Þýskum stíl - minnir helst á það sem var kallað plattenbau í því landi. --- --- --- Nú er búið að gera forseta Alþingis að ráðherraígildi með einkabílstjóra og öllu tilheyrandi og þá þarf hann líka að hafa eitthvað að gera. Þetta hefur einkum birst í stöðugum framkvæmdum við Alþingishúsið undanfarin ár. Nú þegar er búið að byggja allt sem með góðu móti er hægt að byggja, gera upp húsin svo þau eru í toppstandi er eiginlega ekki hægt að finna neitt meira - eða hvað? - jú, húsgögnin eru ekki alveg sæmandi þessari merku stofnun. Því skulu húsgögnin endurnýjuð í sumar - að sögn forseta þingsins til að gefa "heildstæðara yfirbragð". Hvenær skyldi vera von á gullklósettinu? --- --- --- Kári er búinn að taka afstöðu í pólitíkinni. Þetta er nokkuð einfalt. Hann fór í Húsdýragarðinn með vinkonu sinni. Þar fékk hann gefins höfuðbúnað sem í daglegu tali kallast "buff" með merki Samfylkingarinnar. XS stendur á höfuðklútnum. Ég spurði Kára hvort hann ætlaði að kjósa XS. "Já, af því stafurinn S er stafurinn hennar mömmu." Í morgun þegar við vorum á leiðinni í leikskólann voru þó greinilega að renna tvær grímur á barnið. Hann spurði: "Hvað er hann eiginlega þessi Sjálfstæðisflokkur?" Kannski er honum bara farið eins og pabbanum sem skipar hinn fjölmenna flokk óákveðinna kjósenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Nokkrar kosningaauglýsingar vekja athygli fyrir hvað þær eru vondar. Þar skal fyrsta telja vefauglýsingu Samfylkingarinnar á Suðurlandi þar sem frambjóðarnir spila billjarð og Lúðvík Bergvinsson kallar Róbert Marshall "sprækan strák". Í flokki sem hefur rauða kúlu sem tákn er sorglegt að engum frambjóðendanna skuli takast að setja kúluna niður. Svo er það auglýsing Framsóknarflokksins þar sem Samúel Örn og Siv eru að kyssast. Hún er hræðileg. Eða eins og einhver sagði: "Áin þrjú hafa hlotið nýja merkingu….Á, Ái, Ááááíii!!" Þessa auglýsingu má sjá hér að ofan. Einna verst er þó auglýsingin með Katrínu Jakobsdóttur sem hangir víða í bænum. Hún er segja eitthvað eins og Stöðug framfarasókn eða Til móts við framtíðina, einhvern slíkan frasa sem ómögulegt er að muna, en ljósmyndin af henni er tekin fyrir framan einstaklega ljótar blokkir í Austur-Þýskum stíl - minnir helst á það sem var kallað plattenbau í því landi. --- --- --- Nú er búið að gera forseta Alþingis að ráðherraígildi með einkabílstjóra og öllu tilheyrandi og þá þarf hann líka að hafa eitthvað að gera. Þetta hefur einkum birst í stöðugum framkvæmdum við Alþingishúsið undanfarin ár. Nú þegar er búið að byggja allt sem með góðu móti er hægt að byggja, gera upp húsin svo þau eru í toppstandi er eiginlega ekki hægt að finna neitt meira - eða hvað? - jú, húsgögnin eru ekki alveg sæmandi þessari merku stofnun. Því skulu húsgögnin endurnýjuð í sumar - að sögn forseta þingsins til að gefa "heildstæðara yfirbragð". Hvenær skyldi vera von á gullklósettinu? --- --- --- Kári er búinn að taka afstöðu í pólitíkinni. Þetta er nokkuð einfalt. Hann fór í Húsdýragarðinn með vinkonu sinni. Þar fékk hann gefins höfuðbúnað sem í daglegu tali kallast "buff" með merki Samfylkingarinnar. XS stendur á höfuðklútnum. Ég spurði Kára hvort hann ætlaði að kjósa XS. "Já, af því stafurinn S er stafurinn hennar mömmu." Í morgun þegar við vorum á leiðinni í leikskólann voru þó greinilega að renna tvær grímur á barnið. Hann spurði: "Hvað er hann eiginlega þessi Sjálfstæðisflokkur?" Kannski er honum bara farið eins og pabbanum sem skipar hinn fjölmenna flokk óákveðinna kjósenda.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun