Viðskipti erlent

Barnamyndir skiluðu vel í kassann

Atriði úr myndinni Over the Hedge.
Atriði úr myndinni Over the Hedge.

Bandaríska afþreyingafyrirtækið Dreamworks skilaði góðum hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins. Aukningin felst í góðri sölu á DVD-mynddiskum með barnamyndum á borð ðvið Over the Hedge og fleiri myndum. Steven Spielberg, Jeffrey Katzenberg og David Geffen stofnuðu fyrirtækið fyrir 13 árum.

Hagnaður Dreamwork nam 15,4 milljónum dala, 987,7 milljónum íslenskra króna, á tímabilinu. Það er 2,9 milljónum dölum meira en á sama tíma í fyrra. Sala á DVD-mynddiskum og myndböndum með myndinni Over the Hedge nam 33 milljónum dala, 2,1 milljarði króna, á tímabilinu, sem er stór hluti af tekjum fyrirtækisins. En aðrar myndir undir merkjum Dreamworks skiluðu sömuleiðis góðum tekjum, samkvæmt breska ríkisútvarpinu. Þar voru á ferðinni myndinni eins og Shark Tale og Shrek 2.

Að sögn Jeffreys Katzenberger, forstjóra Dreamwork, var salan á myndum fyrirtækisins mjög góð á tímabilinu. En góð sala á Over the Hedge var umfram væntingar, að hans sögn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×