Tuttugu og fjögur ný andlit á Alþingi Björn Gíslason skrifar 13. maí 2007 09:29 Tuttugu og fjórir nýir þingmenn taka til starfa á nýju Alþingi miðað við úrslit kosninganna í gær. Nærri helmingur þeirra kemur úr Sjálfstæðisflokknum. Tveir framsóknarmenn koma nýir á þing en það eru þeir Höskuldur Þór Þórhallsson í Norðausturkjördæmi og Bjarni Harðarson í Suðurkjördæmi. Fyrir Sjálfstæðisflokkinn setjast þau Guðfinna S. Bjarnadóttir og Illugi Gunnarsson á þing í Reykjavíkurkjördæmi norður og suður. Í Suðvesturkjördæmi eru hvorki fleiri né færri en fjórir nýir þingmenn hjá flokknum, þau Ármann Kr. Ólafsson, Jón Gunnarsson, Ragnheiður Elín Árnadóttir og Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Enn fremur koma þau Kristján Þór Júlíusson og Ólöf Nordal ný á þing fyrir flokkinn í Norðausturkjördæmi og í Suðurkjördæmi sest Árni Johnsen aftur á þing eftir hlé og Björk Guðjónsdóttir kemur ný inn. Hjá Frjálslynda flokknum er helmingur þingflokksins nýr, en það eru þeir Jón Magnússon í Reykjavíkurkjördæmi suður og Grétar Mar Jónsson í Suðurkjördæmi. Hjá Samfylkingunni eru fimm ný andlit, þau Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Ellert B. Schram í Reykjavíkurkjördæmi norður og Gunnar Svavarsson og Árni Páll Árnason í Suðvesturkjördæmi. Þá sat hvorugur fulltrúa flokksins í Norðvesturkjördæmi, þeir Guðbjartur Hannesson og Karl V. Matthíasson, á þingi á síðasta kjörtímabili. Hjá Vinstri grænum er tæpur helmginur þingflokksins skipaður nýjum andlitum, þeim Katrínu Jakobsdóttur og Árna Þór Sigurðssyni í Reykjavíkurkjördæmi norður, Álfheiði Ingadóttur í Reykjavík suður og Atla Gíslasyni í Suðurkjördæmi. Kosningar 2007 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Tuttugu og fjórir nýir þingmenn taka til starfa á nýju Alþingi miðað við úrslit kosninganna í gær. Nærri helmingur þeirra kemur úr Sjálfstæðisflokknum. Tveir framsóknarmenn koma nýir á þing en það eru þeir Höskuldur Þór Þórhallsson í Norðausturkjördæmi og Bjarni Harðarson í Suðurkjördæmi. Fyrir Sjálfstæðisflokkinn setjast þau Guðfinna S. Bjarnadóttir og Illugi Gunnarsson á þing í Reykjavíkurkjördæmi norður og suður. Í Suðvesturkjördæmi eru hvorki fleiri né færri en fjórir nýir þingmenn hjá flokknum, þau Ármann Kr. Ólafsson, Jón Gunnarsson, Ragnheiður Elín Árnadóttir og Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Enn fremur koma þau Kristján Þór Júlíusson og Ólöf Nordal ný á þing fyrir flokkinn í Norðausturkjördæmi og í Suðurkjördæmi sest Árni Johnsen aftur á þing eftir hlé og Björk Guðjónsdóttir kemur ný inn. Hjá Frjálslynda flokknum er helmingur þingflokksins nýr, en það eru þeir Jón Magnússon í Reykjavíkurkjördæmi suður og Grétar Mar Jónsson í Suðurkjördæmi. Hjá Samfylkingunni eru fimm ný andlit, þau Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Ellert B. Schram í Reykjavíkurkjördæmi norður og Gunnar Svavarsson og Árni Páll Árnason í Suðvesturkjördæmi. Þá sat hvorugur fulltrúa flokksins í Norðvesturkjördæmi, þeir Guðbjartur Hannesson og Karl V. Matthíasson, á þingi á síðasta kjörtímabili. Hjá Vinstri grænum er tæpur helmginur þingflokksins skipaður nýjum andlitum, þeim Katrínu Jakobsdóttur og Árna Þór Sigurðssyni í Reykjavíkurkjördæmi norður, Álfheiði Ingadóttur í Reykjavík suður og Atla Gíslasyni í Suðurkjördæmi.
Kosningar 2007 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira