
Innlent
Viðræðum haldið áfram í dag

Stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar verður fram haldið í dag og ef vel gengur gæti ný ríkisstjórn litið dagsins ljós fyrir kvöldið. Talsmenn beggja flokka voru bjartsýnir eftir langan fund á Þingvöllum í gær en þegar málefnasamningur liggur fyrir verða þingflokkar beggja flokka kallaðir saman og samþykkis þeirra leitað. Þar verður væntanlegur ráðherralisti líka kynntur.