Viðskipti erlent

EMI samþykkir yfirtökutilboð

Bítlarnir.
Bítlarnir.

Stjórn breska útgáfufyrirtækisins EMI hefur ákveðið að taka yfirtökutilboði fjárfestingafélagsins Terra Firma. Kaupverð nemur 3,2 milljörðum punda, rúmum 397 milljörðum íslenskra króna, að meðtöldum skuldum.

Að skuldum frádregnum hljóðar boðið upp á 2,4 milljarða punda, jafnvirði 298 milljarða íslenskra króna. Hluthafar EMI eiga þó eftir að samþykkja tilboðið.

Að sögn forsvarsmanna EMI bárust nokkur tilboð í fyrirtækið. Mun tilboðið frá Terra Firma hins vegar hafa verið það besta.

EMI hefur átt við rekstrarvanda að stríða upp á síðkastið vegna samdráttar í sölu á geisladiskum en fyrirtækið tapaði 260 milljónum punda, rúmum 32 milljörðum íslenskra króna, á síðasta ári.

Nokkur fyrirtækið horfðu til þess að kaupa útgáfufélagið sem hefur tónlistarmenn á borð við Robbie Williams, Bítlana, Coldplay og fleiri á sínum snærum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×