Viðskipti innlent

Góð afkoma hjá Alfesca

Alfesca skilaði hagnaði upp á 1,3 milljónir evra, jafnvirði 109,5 milljóna íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er um 150 prósentum betri afkoma en á sama tíma í fyrra þegar hagnaðurinn nam 524 þúsundum evra, 43,9 milljónum króna.

Rekstrarhagnaður (EBITDA) nam 7,2 milljónum evra, jafnvirði 602,7 milljónum íslenskra króna, samanborið við 5,6 milljónir evra, 468,7 milljónir króna, á sama tíma í fyrra.

Þá nam sala 125,7 milljónum evra, 10,5 milljörðum evra, samanborið við tæpar 111,5 milljónir evra, 9,3 milljarða króna, á sama tíma í fyrra. Þetta jafngildir 12,8 prósenta aukningu á milli ára.

Haft er eftir Xavier Govare, forstjóra Alfesca, í tilkynningu frá félaginu, að afkoman á fjórðungnum, sem var þriðji rekstrarfjórðungur félagsins, hafi verið einkar ánægjuleg og sýni að viðskiptamódel Alfesca er rétt og virkar vel.

Uppgjör Alfesca






Fleiri fréttir

Sjá meira


×