Fótbolti

Beckham sagði bless í dag

Enski landsliðsmaðurinn David Beckham sat í dag blaðamannafund hjá Real Madrid þar sem hann þakkaði stuðningsmönnum liðsins fyrir góðan tíma og tók af allan vafa um framtíð sína. Beckham fer til LA Galaxy í Bandaríkjunum í sumar og vonast til að kveðja Madrid með titli um helgina. Smelltu á spila til að sjá myndband af blaðamannafundinum.

"Það er engin klásúla í samningnum mínum og síðasti leikur minn fyrir Real Madrid er á sunnudaginn. Þetta hefur verið frábær tími og vonandi endar hann á besta mögulega hátt. Ég tók ákvörðun á sínum tíma - ákvörðun sem ég verð að taka og ég uni henni. Það hefur verið frábært að vera hjá Real Madrid og ég þakka öllum hérna fyrir frábær ár. Ég á eftir að sakna Spánar," sagði Beckham á fundinum í dag.

Beckham segist hlakka til að takast á við nýja áskorun í Bandaríkjunum, en segist persónulega alveg hafa verið til í að vera í 2-3 ár í viðbót hjá félaginu. Hann talaði líka um að hann bæri mikla virðingu fyrir þjálfara sínum Fabio Capello þó samskipti þeirra hefðu ekki verið góð í byrjun. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×