Fótbolti

Vilja losna við Eið Smára

AFP

Eiður Smári Guðjohnsen nýtur lítils trausts á meðal stuðningsmanna Barcelona í spænska boltanum. Flestir stuðningsmanna vilja losa sig við landsliðsfyrirliðann. Þetta kemur fram í skoðankönnum á meðal stuðningsmanna liðsins og birtist á spænska netmiðlinum Sport.es í gær.

Aðeins fimm prósent stuðningsmanna Barcelona vilja halda honum hjá félaginu og kemur hann verst út í könnunni.Talið er að Barcelona vilji losa sig við sjö leikmenn og voru þeir allir í könnun spænska netmiðilsins. Frakkinn Ludovic Giuly kom best út en fæstir vilja að hann verði seldur.

Edmilsons og Motta koma næstir en auk Eiðs Smára koma þeir Santiago Esquerro og Juliano Bettleti verst út en Eiður Smári nýtur þó minnst trausts á meðal heitra stuðningsmanna Katalóníurisans. Ömögulegt er að segja hvort að Eiður Smári fari frá félaginu en hann er með samning hjá Barcelona til ársins 2009.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×