Viðskipti innlent

Spá minni hækkunum á hlutabréfamarkaði

Greiningardeild Landsbankans spáir því að Úrvalsvísitalan fari í 8.750 stig í lok árs. Gangi það eftir hefur vísitalan hækkað um 37 prósent á árinu. Vísitalan stendur í dag í 8,529 stigum og nemur hækkun hennar 33,07 prósentum það sem af er árs. Landsbankinn segir í nýrri spá sinni um hlutabréfamarkaðinn og afkomu fyrirtækja á síðasta fjórðungi ársins að hækkanir á markaði verði minni en fram til þessa.

Í riti greiningardeildarinnar, Equities: Earnings Estimates - Outlook, sem kom út í dag, kemur fram að íslenski hlutabréfamarkaðurinn komi ágætlega út í samanburði við erlenda markaði þegar V/H-gildi, hlutfall markaðsverðs og hagnaðar, eru borin saman. Þó er tekið fram að hér á landi vegi fjármálafyrirtæki þyngra en erlendis og þau hafa almennt lægra V/H-gildi en framleiðslufyrirtæki.

Í verðmati greiningardeildar Landsbankans og spá um hlutabréfamarkaðinn er byggt á þeirri forsendu að fyrirætlanir nýrrar ríkisstjórnar um skattalækkanir gangi eftir. „Í útreikningum okkar gerum við ráð fyrir að tekjuskattar fyrirtækja lækki úr 18 prósentum í 15 prósent árið 2009. Þetta hefur jákvæð áhrif á verðmat flestra fyrirtækja, sem á þátt í spá okkar um hækkun Úrvalsvísitölunnar á árinu hefur hækkað frá því sem áður var," segir greiningardeild Landsbankans.

Equities: Earnings Estimates - Outlook






Fleiri fréttir

Sjá meira


×