Fótbolti

Milan að bjóða 11 milljarða í Ronaldinho?

NordicPhotos/GettyImages

Spænska dagblaðið AS heldur því fram í dag að Silvio Berlusconi forseti AC Milan sé tilbúinn að greiða 89 milljónir punda fyrir brasilíska snillinginn Ronaldinho hjá Barcelona - eða um 11 milljarða íslenskra króna.

Blaðið segir að Berlosconi sé það spenntur fyrir að fá Brasilíumanninn til Mílanó að hann sé tilbúinn að bjóða svo hátt í hann að hann megi fara frá Barcelona vegna klásúlu í samningi sínu. Þetta yrðu að sjálfssögðu lang stærstu kaup í sögu knattspyrnunnar, en Real Madrid greiddi á sínum tíma hæstu upphæð sem borguð hefur verið fyrir leikmann þegar félagið gaf 45,6 milljónir punda fyrir Zinedine Zidane árið 2001.

AS gengur svo langt að fullyrða að Ronaldinho hafi þegar gert samkomulag við Milan og að hann muni skrifa undir fimm ára samning við félagið fyrir 6 milljónir punda í árslaun - fyrir utan alla bónusa.

Ronaldinho hefur undanfarið verið í viðræðum við Barcelona um framlengingu á samningi hans sem rennur út árið 2010, en hingað til hafa ekki náðst samningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×