Viðskipti innlent

Fyrsta sambankalán Byrs

BYR sparisjóður hefur gengið frá samningi um fyrsta sambankalán bankans fyrir samtals 110 milljónir evra til þriggja ára. Í fréttatilkynningu frá sparisjóðnum kemur fram að hann hafi hlotið góðar viðtökur á alþjóðlegum sambankalánamarkaði og mikil umframeftirspurn hafi verið meðal fjárfesta. Því hafi heildarupphæð lánsins verið hækkuð í 110 milljónir en upphaflega stóð til að taka fimmtíu milljóna evra lán. Alls tóku 14 alþjóðlegir bankar þátt í láninu. Yfirumsjón með því höfðu Bayern LB, HSH Nordbank og Raiffeisen Zentralbank Österreich AG.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×