Erlent

Allur pakkinn í Sony Center

Bjarni Kristinn, framkvæmdastjóri Sony Center, segir viðskiptavini geta búist við sérhæfðari vörum og bættri þjónustu eftir opnun. Auk þess stendur til að sinna heildsölunni betur en áður.
Bjarni Kristinn, framkvæmdastjóri Sony Center, segir viðskiptavini geta búist við sérhæfðari vörum og bættri þjónustu eftir opnun. Auk þess stendur til að sinna heildsölunni betur en áður. MYND/Vilhelm

Breytingar gerðar á starfsemi Sony Center í Kringlunni. Til stendur að auka úrval svokallaðra „high-end" vara og auka um leið þjónustu.

Það hefur varla farið framhjá mörgum sem lagt hafa leið sína í Kringluna að verslunin Sony Center hefur verið lokuð um nokkurt skeið. Að sögn Bjarna Kristinssonar, framkvæmdastjóra Sony Center, er verið að gera lítilsháttar breytingar á búðinni ásamt því sem til stendur að breyta vöruframboðinu og bæta þjónustuna.

„Verslunin er orðin nokkurra ára gömul og af þeim sökum þótti okkur tímabært að lappa aðeins upp á hana," segir Bjarni. „Við erum ekki að umbylta versluninni, þrátt fyrir að hún verði vissulega ögn flottari þegar hún verður opnuð að nýju hinn 28. júlí. Breytingin verður aðallega fólgin í vöruframboði og betri þjónustu en áður."

Að sögn Bjarna verður aukin áhersla lögð á high end-línu Sony, sem samanstendur af dýrari, flottari og ekki síst sérhæfðari vörum. Síðasttalda atriðið kalli jafnframt á aukna þjónustu þar sem fyrirtækið mun annast uppsetningu, stillingu og kennslu í notkun græjanna, ásamt því að útvega verktaka í flóknari verkefni. „Viðskiptavinir okkar koma til með að geta valið um nokkra mismunandi pakka," útskýrir Bjarni. „Einn pakki kemur til með að samanstanda af vörum og uppsetningu. Annar af vörum, uppsetningu og þjónustu verktaka og svo framvegis. Við erum alls ekki að finna upp hjólið, heldur fyrst og fremst að svara kallinu.

Viðskiptavinir okkar gera auknar kröfur um þjónustu og við erum að gera okkar besta til að verða við því."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×