Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Jón Þór Stefánsson skrifar 6. nóvember 2024 08:17 Donald Trump eftir sigurræðuna í Flórída. Getty „Það er mikill heiður að hafa verið kjörinn 47. og 45. forseti Bandaríkjanna,“ sagði Donald Trump þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í Flórída, en þar lýsti hann yfir sigri í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. „Þetta mun svo sannarlega verða gullöld Bandaríkjanna. Þetta er frábær sigur fyrir amerísku þjóðina og hann mun gera okkur kleift að gera Ameríku frábær á ný!“ sagði Trump. Trump steig á svið ásamt fjölda fólks. Þar á meðal var fjölskylda hans sem og nánir stuðningsmenn. Ræðan gekk að miklu leyti út á það að hann þakkaði þessu fólki fyrir og varpaði kastljósinu á það á meðan hann hrósaði því og sjálfum sér hástert. Hér má sjá hluta úr ræðu Trump. Hann byrjaði þó á því að þakka þeirri pólitísku hreyfingu sem hefur myndast í kringum hann, MAGA-hreyfingunni. Hann hélt því fram að um væri að ræða bestu pólitísku hreyfingu sögunnar. Besta endurkoma sögunnar Þá óskaði hann JD Vance til hamingju með að verða verðandi varforseti Bandaríkjanna. Vance tók til máls. Hann sagði að um væri að ræða mögnuðustu endurkomu í sögu stjórnmálanna og að fram undan væri besta endurkoma í efnahagssögu Bandaríkjanna. „Við erum með nýja stjörnu. Stjarna er fædd,“ sagði Trump um auðjöfurinn Elon Musk sem hefur stutt hann í kosningabaráttunni. Á meðal annarra sem Trump hrósaði sérstaklega voru golfarinn Bryson DeChambeau, Dana White, stjórnandi UFC, og Robert F. Kennedy, sem bauð sig fyrst fram sem Demókrati, svo óháður, en síðan gekk hann til liðs við Trump. „Við getum gert hluti sem enginn annar getur gert. Kína á ekki það sem við eigum. Enginn á það sem við eigum. Við erum líka með besta fólkið. Kannski er það mikilvægast af öllu,“ sagði Trump. „Við sameinuðum ólíkt fólk um sameiginlega sýn um skynsemi. Flokkurinn okkar snýst um skynsemi. Við viljum landamæri, öryggi, frábæra menntun, og sterkan her sem við þurfum helst ekki að nota.“ Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti og Dana White forseit UFCGetty Ætlar að gefa allt í starfið Trump lifði af skotárás í júlí, þegar árásarmaður hæfði hann í eyrað á meðan hann hélt ræðu á kosningafundi. „Fólk hefur sagt mér að það hafi verið ástæða fyrir því að Guð bjargaði lífi mínu. Það var til þess að bjarga landinu okkar, og endurreisa Ameríku. Nú munum við ganga að þessu verkefni saman. Það verður ekki auðvelt en ég mun færa alla mína orku, anda og þrautseigju sem er að finna í sál minni í þetta starf sem þið treystið mér fyrir. Þetta starf er engu líkt. Þetta er mikilvægasta starf í heimi,“ sagði Trump. „Guð blessi ykkur og megi Guð blessa Ameríku.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sjá meira
„Þetta mun svo sannarlega verða gullöld Bandaríkjanna. Þetta er frábær sigur fyrir amerísku þjóðina og hann mun gera okkur kleift að gera Ameríku frábær á ný!“ sagði Trump. Trump steig á svið ásamt fjölda fólks. Þar á meðal var fjölskylda hans sem og nánir stuðningsmenn. Ræðan gekk að miklu leyti út á það að hann þakkaði þessu fólki fyrir og varpaði kastljósinu á það á meðan hann hrósaði því og sjálfum sér hástert. Hér má sjá hluta úr ræðu Trump. Hann byrjaði þó á því að þakka þeirri pólitísku hreyfingu sem hefur myndast í kringum hann, MAGA-hreyfingunni. Hann hélt því fram að um væri að ræða bestu pólitísku hreyfingu sögunnar. Besta endurkoma sögunnar Þá óskaði hann JD Vance til hamingju með að verða verðandi varforseti Bandaríkjanna. Vance tók til máls. Hann sagði að um væri að ræða mögnuðustu endurkomu í sögu stjórnmálanna og að fram undan væri besta endurkoma í efnahagssögu Bandaríkjanna. „Við erum með nýja stjörnu. Stjarna er fædd,“ sagði Trump um auðjöfurinn Elon Musk sem hefur stutt hann í kosningabaráttunni. Á meðal annarra sem Trump hrósaði sérstaklega voru golfarinn Bryson DeChambeau, Dana White, stjórnandi UFC, og Robert F. Kennedy, sem bauð sig fyrst fram sem Demókrati, svo óháður, en síðan gekk hann til liðs við Trump. „Við getum gert hluti sem enginn annar getur gert. Kína á ekki það sem við eigum. Enginn á það sem við eigum. Við erum líka með besta fólkið. Kannski er það mikilvægast af öllu,“ sagði Trump. „Við sameinuðum ólíkt fólk um sameiginlega sýn um skynsemi. Flokkurinn okkar snýst um skynsemi. Við viljum landamæri, öryggi, frábæra menntun, og sterkan her sem við þurfum helst ekki að nota.“ Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti og Dana White forseit UFCGetty Ætlar að gefa allt í starfið Trump lifði af skotárás í júlí, þegar árásarmaður hæfði hann í eyrað á meðan hann hélt ræðu á kosningafundi. „Fólk hefur sagt mér að það hafi verið ástæða fyrir því að Guð bjargaði lífi mínu. Það var til þess að bjarga landinu okkar, og endurreisa Ameríku. Nú munum við ganga að þessu verkefni saman. Það verður ekki auðvelt en ég mun færa alla mína orku, anda og þrautseigju sem er að finna í sál minni í þetta starf sem þið treystið mér fyrir. Þetta starf er engu líkt. Þetta er mikilvægasta starf í heimi,“ sagði Trump. „Guð blessi ykkur og megi Guð blessa Ameríku.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sjá meira