Óþarfa skortur á sjálfstrausti 31. júlí 2007 07:00 Íslenskir bændur eiga skilið meira traust en ráðamenn þessa lands sýna þeim. Sú verndarstefna, sem hefur verið rekin hér af hverri ríkisstjórn á fætur annarri, ber vott um ákveðinn skort á sjálfstrausti fyrir hönd íslensks landbúnaðar. Ef raunin er sú að ráðamenn hafa ekki meiri trú en svo á gæðum innlendra búvara að þeir telji nauðsynlegt að hlífa þeim við samanburðinum við erlendar vörur, þá er það óþarfa minnimáttarkennd. Í því samhengi er hægðarleikur að rifja upp hvað gerðist þegar tollar voru felldir niður af gróðurhúsaafurðum árið 2002. Verð á tómötum, agúrkum og öðrum gróðurhúsavörum lækkaði mikið og hafði jafnframt þau áhrif að verð á öðru grænmeti lækkaði. Hver skyldi hafa orðið afleiðingin af þeim verðlækkunum? Hrun í íslenskri gróðurhúsaframleiðslu? Dauði og djöfull? Nei, stóraukin neysla á gróðurhúsaafurðum og jafnvel lækkun á ávöxtum vegna samkeppnisáhrifa. Um þetta og margt annað má lesa í tímamótaskýrslu Hallgríms Snorrasonar hagstofustjóra þar sem er farið ofan í saumana á helstu orsakaþáttum hás matvælaverðs á Íslandi. Skýrsla Hallgríms kom út í júlí í fyrra en full ástæða er til að minna reglulega á niðurstöður hennar þar til stjórnvöld grípa til raunverulegra aðgerða til að lækka matvælaverð hér á landi. Rétt er að ítreka, og um það þarf ekki að velkjast í neinum vafa, að það er fullkomlega borin von að matvöruverð á Íslandi komist nálægt því að vera á pari við matvælaverð í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við, fyrr en stjórnvöld ráðast í allsherjar uppstokkun á núverandi landbúnaðarkerfi. Í raun má furðu sæta að við sitjum uppi með landbúnaðarstefnu sem allir virðast tapa á. Neytendur sitja uppi með dýrar búvörur og bændur virðast almennt ekki vera ofhaldnir þrátt fyrir að milljarðar renni til þeirra árlega af skattfé landsmanna. Gild rök má færa fyrir því að núgildandi einangrunarstefna hafi hægt á eðlilegri aðlögun landbúnaðarins að breyttri heimsmynd. Fyrir liggur að innan fárra ára mun nýr viðskiptasamningur Alþjóðaviðskiptastofnunar, sem Ísland er aðili að, leiða til aukinnar samkeppni við innlendan landbúnað. Engin ástæða er til að bíða eftir þeirri niðurstöðu. Eigið frumkvæði að breyttu skipulagi er mun líklegra að leiða til sáttar um breytta stefnu en tilskipun að utan. Auk þess eiga heimili og bændur landsins betra skilið en óbreytt ástand. Þingmenn Samfylkingarinnar fögnuðu ákaft skýrslu Hallgríms í fyrra, „enda hefur enginn stjórnmálaflokkur barist eins fyrir breytingum á skatta- og tollaumhverfi í matvælageiranum og Samfylkingin," svo vitnað sé í orð Össur Skarphéðinssonar, þáverandi þingflokksformanns og núverandi iðnaðarráðherra. Össur og flokkssystkini hans eru nú komin í þá aðstöðu að ekki dugar að sitja við orðin tóm. Ríkisstjórnarinnar bíður það löngu tímabæra verkefni að móta nýja landbúnaðarstefnu. Lækkun og á endanum afnám á innflutningsvernd búvara kallar á aukinn beinan stuðning við bændur á meðan breytingarnar ganga yfir. En ef vel tekst til mun þó eftir standa sterkari og hagkvæmari íslenskur landbúnaður og mun lægra matvöruverð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Íslenskir bændur eiga skilið meira traust en ráðamenn þessa lands sýna þeim. Sú verndarstefna, sem hefur verið rekin hér af hverri ríkisstjórn á fætur annarri, ber vott um ákveðinn skort á sjálfstrausti fyrir hönd íslensks landbúnaðar. Ef raunin er sú að ráðamenn hafa ekki meiri trú en svo á gæðum innlendra búvara að þeir telji nauðsynlegt að hlífa þeim við samanburðinum við erlendar vörur, þá er það óþarfa minnimáttarkennd. Í því samhengi er hægðarleikur að rifja upp hvað gerðist þegar tollar voru felldir niður af gróðurhúsaafurðum árið 2002. Verð á tómötum, agúrkum og öðrum gróðurhúsavörum lækkaði mikið og hafði jafnframt þau áhrif að verð á öðru grænmeti lækkaði. Hver skyldi hafa orðið afleiðingin af þeim verðlækkunum? Hrun í íslenskri gróðurhúsaframleiðslu? Dauði og djöfull? Nei, stóraukin neysla á gróðurhúsaafurðum og jafnvel lækkun á ávöxtum vegna samkeppnisáhrifa. Um þetta og margt annað má lesa í tímamótaskýrslu Hallgríms Snorrasonar hagstofustjóra þar sem er farið ofan í saumana á helstu orsakaþáttum hás matvælaverðs á Íslandi. Skýrsla Hallgríms kom út í júlí í fyrra en full ástæða er til að minna reglulega á niðurstöður hennar þar til stjórnvöld grípa til raunverulegra aðgerða til að lækka matvælaverð hér á landi. Rétt er að ítreka, og um það þarf ekki að velkjast í neinum vafa, að það er fullkomlega borin von að matvöruverð á Íslandi komist nálægt því að vera á pari við matvælaverð í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við, fyrr en stjórnvöld ráðast í allsherjar uppstokkun á núverandi landbúnaðarkerfi. Í raun má furðu sæta að við sitjum uppi með landbúnaðarstefnu sem allir virðast tapa á. Neytendur sitja uppi með dýrar búvörur og bændur virðast almennt ekki vera ofhaldnir þrátt fyrir að milljarðar renni til þeirra árlega af skattfé landsmanna. Gild rök má færa fyrir því að núgildandi einangrunarstefna hafi hægt á eðlilegri aðlögun landbúnaðarins að breyttri heimsmynd. Fyrir liggur að innan fárra ára mun nýr viðskiptasamningur Alþjóðaviðskiptastofnunar, sem Ísland er aðili að, leiða til aukinnar samkeppni við innlendan landbúnað. Engin ástæða er til að bíða eftir þeirri niðurstöðu. Eigið frumkvæði að breyttu skipulagi er mun líklegra að leiða til sáttar um breytta stefnu en tilskipun að utan. Auk þess eiga heimili og bændur landsins betra skilið en óbreytt ástand. Þingmenn Samfylkingarinnar fögnuðu ákaft skýrslu Hallgríms í fyrra, „enda hefur enginn stjórnmálaflokkur barist eins fyrir breytingum á skatta- og tollaumhverfi í matvælageiranum og Samfylkingin," svo vitnað sé í orð Össur Skarphéðinssonar, þáverandi þingflokksformanns og núverandi iðnaðarráðherra. Össur og flokkssystkini hans eru nú komin í þá aðstöðu að ekki dugar að sitja við orðin tóm. Ríkisstjórnarinnar bíður það löngu tímabæra verkefni að móta nýja landbúnaðarstefnu. Lækkun og á endanum afnám á innflutningsvernd búvara kallar á aukinn beinan stuðning við bændur á meðan breytingarnar ganga yfir. En ef vel tekst til mun þó eftir standa sterkari og hagkvæmari íslenskur landbúnaður og mun lægra matvöruverð.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun