Óli Palli ánægður með tveggja daga tónlistarveislu 15. ágúst 2007 12:22 Ólafur Páll Gunnarsson útvarpsmaður MYND/365 Ólafur Páll Gunnarsson sem skipuleggur tónleika Rásar 2 á Menningarnótt í samstarfi við Landsbankann segir frábært að Íslendingum verði boðið upp á tveggja daga samfellda tónlistarveislu um helgina. Hann stendur fyrir tónleikum á Miklatúni á Menningarnótt og Kaupþing heldur afmælistónleika á Laugardalsvelli á föstudag. Þessa tvo daga gefst fólki kostur á að sjá alla helstu hljómsveitir og tónlistarmenn landsins enda dagskráin gjörólík og engar hljómsveitir sem koma fram á föstudag verða aftur á laugardag. Ólafur Páll segist hafa falast eftir því að fá Bubba Morthens með gítarinn til að spila en að hann hafi þá verið búinn að bóka sig á Kaupþingstónleikana. Aðspurður hvort Kaupþing hafi yfirboðið Bubba segist hann ekki vita til þess. Kaupþingsmenn hefðu einfaldlega verið á undan. Ólafur segist auk þess mjög ánægður með að tónlistarmenn sem lengi hafi þurft að berjast í bökkum fái borgað fyrir vinnuna sína. Hann segir að aðrir sem falast hafi verið eftir til að spila á Menningarnótt hafi verið geim. Tónleikarnir hafa verið haldnir í fjögur ár og hafa mörg af númerunum sem koma fram á Kaupþingstónleikunm verið á Menningarnótt undanfarin ár og má þar nefna Bubba, Stuðmenn, Sálina og Björgvin Halldórsson. "Sökum smæðarinnar er ljóst að alltaf verða endurtekningar en við reyndum að velja númerin með það í huga að komast hjá þeim," segir Ólafur. Meðal tónlistaratriða á Menningarnótt í ár eru Eivör Pálsdóttir, Ljótu hálfvitarnir, Vonbrigði, Pétur Ben, Mínus, Megas, Hjálmar, Á móti Sól, Ellen Kristjáns og Mannakorn. Ólafur Páll er ánægður með nýju staðsetningu tónleikanna á Miklatúni og á von á því að bros muni færast yfir gesti meðal annars þegar lög Megasar og Magga Eiríks sem allir þekkja hljóma á túninu. Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Ólafur Páll Gunnarsson sem skipuleggur tónleika Rásar 2 á Menningarnótt í samstarfi við Landsbankann segir frábært að Íslendingum verði boðið upp á tveggja daga samfellda tónlistarveislu um helgina. Hann stendur fyrir tónleikum á Miklatúni á Menningarnótt og Kaupþing heldur afmælistónleika á Laugardalsvelli á föstudag. Þessa tvo daga gefst fólki kostur á að sjá alla helstu hljómsveitir og tónlistarmenn landsins enda dagskráin gjörólík og engar hljómsveitir sem koma fram á föstudag verða aftur á laugardag. Ólafur Páll segist hafa falast eftir því að fá Bubba Morthens með gítarinn til að spila en að hann hafi þá verið búinn að bóka sig á Kaupþingstónleikana. Aðspurður hvort Kaupþing hafi yfirboðið Bubba segist hann ekki vita til þess. Kaupþingsmenn hefðu einfaldlega verið á undan. Ólafur segist auk þess mjög ánægður með að tónlistarmenn sem lengi hafi þurft að berjast í bökkum fái borgað fyrir vinnuna sína. Hann segir að aðrir sem falast hafi verið eftir til að spila á Menningarnótt hafi verið geim. Tónleikarnir hafa verið haldnir í fjögur ár og hafa mörg af númerunum sem koma fram á Kaupþingstónleikunm verið á Menningarnótt undanfarin ár og má þar nefna Bubba, Stuðmenn, Sálina og Björgvin Halldórsson. "Sökum smæðarinnar er ljóst að alltaf verða endurtekningar en við reyndum að velja númerin með það í huga að komast hjá þeim," segir Ólafur. Meðal tónlistaratriða á Menningarnótt í ár eru Eivör Pálsdóttir, Ljótu hálfvitarnir, Vonbrigði, Pétur Ben, Mínus, Megas, Hjálmar, Á móti Sól, Ellen Kristjáns og Mannakorn. Ólafur Páll er ánægður með nýju staðsetningu tónleikanna á Miklatúni og á von á því að bros muni færast yfir gesti meðal annars þegar lög Megasar og Magga Eiríks sem allir þekkja hljóma á túninu.
Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira