Viðskipti innlent

Seðlabankinn heldur stýrivöxtum óbreyttum

Davíð Oddsson, seðlabankastjóri. Bankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 13,3 prósentum.
Davíð Oddsson, seðlabankastjóri. Bankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 13,3 prósentum. Mynd/GVA

Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 13,3 prósentum. Þetta er í takt við væntingar greinenda en þeir gera ekki ráð fyrir að breyting verði á vöxtunum fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári.

Bankastjórn Seðlabankans færir rök fyrir ákvörðun sinni klukkan 11 í dag. Í Morgunkorni Glitnis á mánudag kom fram að mestar líkur væru á að stýrivextir yrðu óbreyttir en meiri óvissa væri um rök bankastjórnarinnar. Þar yrði eflaust að finna vísbendingar um næstu skref bankans í peningastjórn.

Greiningardeildin bendir á að Seðlabankinn hafi í júlí síðastliðnum kynnt þriggja ára þjóðhagsspá þar sem fram hefði komið að undirliggjandi verðbólguþrýstingur væri enn mikill og útlit væri fyrir að ekki gæfist svigrúm til stýrivaxtalækkana fyrr en á fyrri helmingi næsta árs. Spáir Greining Glitnis því að bankinn byrji að lækka vexti í lok fyrsta ársfjórðungs 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×