Fótbolti

Segir Eið Smára kominn út í kuldann hjá Barcelona

Eiður Smári er sagður hafa neitað að ganga í raðir West Ham
Eiður Smári er sagður hafa neitað að ganga í raðir West Ham NordicPhotos/GettyImages

Spænska blaðið Sport í Katalóníu segir að Eiður Smári Guðjohnsen sé kominn út í kuldann hjá forráðamönnum Barcelona fyrir að neita að ganga í raðir West Ham á síðustu dögum félagaskiptagluggans í sumar.

Blaðið heldur því fram að Eiður Smári sé nú orðinn sjötti framherjinn í forgangsröðinni hjá Frank Rikjaard þjálfara og því hafi hann fengið skilaboð um það frá þjálfara sínum að ganga að tilboði um að ganga í raðir West Ham. Barcelona er sagt hafa verið tilbúið að ábyrgjast heilsu framherjans sem var meiddur á meðan viðræðurnar áttu sér stað, en þrátt fyrir pressu frá Rijkaard vildi Eiður ekki fara frá Barcelona og er staðráðinn í að berjast fyrir sæti sínu í liðinu. Hann sé enda á mjög háum launum hjá Katalóníuliðinu og með góðan samning - og sjái sig þannig ekki knúinn til að leita annað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×