Viðskipti innlent

Hagvöxtur yfir spám í fyrra

Hagvöxtur mældist 4,2 prósent á síðasta ári, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar. Greiningardeild Glitnis bendir á að þetta sé umfram spár og bendir á að gert hafi verið ráð fyrir 2,6 prósenta hagvexti í spá Hagstofunnar fyrr á árinu. Glitnir telur líkur á að Seðlabankinn dragi vaxtalækkun frekar á langinn vegna aukins verðbólguþrýstings.

Glitnis bendir í rökstuðningi sínum á að hagvöxtur í fyrra hafi samkvæmt þessu verið yfir en ekki undir jafnvægishagvexti og þenslan því að aukast en ekki að minnka líkt og fyrri tölur bentu til.

Meginástæða meiri hagvaxtar á síðasta ári en áður var talið er endurmat Hagstofunnar á vexti fjárfestingar til hækkunar, að sögn Glitnis, sem bendir á að samkvæmt nýja matinu hafi fjárfestingar vaxið um 19,8 prósent í fyrra samanborið við 13,0 prósent í fyrra mati Hagstofunnar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×