Viðskipti innlent

Icelandair semur við Rolls-Royce

Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, sem hefur gert samning við bresku vélasmiðina hjá Rolls-Royce um viðhald á vélum félagsins.
Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, sem hefur gert samning við bresku vélasmiðina hjá Rolls-Royce um viðhald á vélum félagsins. Mynd/Pjetur

Breski vélaframleiðandinn og þjónustufyrirtækið Rolls-Royce greindi frá því í dag að það hefði gert þjónustusamning við Icelandair til næstu fimm ára um endurnýjun og viðhald á flugvélum fyrirtækisins. Virði samningsins nemur 100 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði 6,4 milljarða króna.

Viðgerðir og viðhald munu fara fram í flugvélaverksmiðjum Rolls-Royce í Derby á Englandi, að sögn fréttastofu Reuters.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×