Viðskipti innlent

Samskip flytur ál fyrir Alcoa

Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa.
Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa. Mynd/E.Ól

Alcoa Fjarðaál hefur samið við Samskip um að annast flutninga á framleiðslu fyrirtækisins til Evrópu næstu fimm árin. Meginhluti framleiðslu Alcoa Fjarðaáls fer á Evrópumarkað. Flutningarnir munu stórauka umsvif Samskipa á Íslandi.

Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, og Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa, undirrituðu samninginn í dag í upplýsingamiðstöð Alcoa Fjarðaáls og Fjarðabyggðar við Sómastaði í Reyðarfirði.

Stefnt er að enn frekari uppbyggingu Samskipa eystra í kjölfar samningsins en félagið hefur þegar fengið úthlutað lóð á athafnasvæði Mjóeyrarhafnar.

Ekki verður greint frá einstökum efnisatriðum samningsins.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×