Viðskipti innlent

Bréf Nýherja hækka mest

Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja, en gengi bréfa í félaginu hækkaði mest í Kauphöllinni í dag.
Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja, en gengi bréfa í félaginu hækkaði mest í Kauphöllinni í dag. Mynd/E.Ól

Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í lok viðskiptadags í Kauphöllinni í dag, mismikið þó. Þannig hækkaði gengi bréfa í Nýherja langmest, eða um 4,09 prósent en félagið tilkynnti í dag um kaup á 77 prósenta hlut í TM Software. Á sama tíma hækkaði bréf Eimskipafélagsins um rétt rúm tvö prósent. Gengi bréfa í öðrum félögum hækkaði nokkuð minna.

Gengi bréfa í Teymi lækkaði mest, eða um 2,18 prósent auk þess sem hástökkvarinn í gær, Atlantic Petroleum, lækkaði um 1,86 prósent.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,32 prósent og stendur í 8.548 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×