Formenn stjórnarflokkanna á mannmáli 13. október 2007 17:56 Ég ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í fyrsta þætti mínum af Mannmáli á Stöð 2. Þar setjast gegnt mér formenn stjórnarflokkanna, Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra. Þetta verður ítarlegt viðtal enda margs að spyrja eftir pólitískar sviptingar síðustu dægra. Vafalítið er þeim misskemmt yfir atburðum vikunnar en þau hafa þó lofað sjálfum sér og öðrum að valdaskiptin í borginni muni ekki hafa áhrif á samstarf flokkanna í landsstjórninni. Geir og Ingibjörg hafa ekki verið saman í sjónvarpsviðtali frá því þau settu saman stjórnina sína eftir kosningarnar í vor. Það er tími til kominn að heyra í þeim hljóðið og kanna þann meinta pólitíska hjónasvip sem margir telja að sé með þessum fyrrum höfuðandstæðingum í íslenskum stjórnmálum. Þátturinn byrjar strax að loknum fréttum kl. 19.05 á sunnudagskvöld og er í opinni dagskrá. Við sjáumst þar ... - SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun
Ég ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í fyrsta þætti mínum af Mannmáli á Stöð 2. Þar setjast gegnt mér formenn stjórnarflokkanna, Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra. Þetta verður ítarlegt viðtal enda margs að spyrja eftir pólitískar sviptingar síðustu dægra. Vafalítið er þeim misskemmt yfir atburðum vikunnar en þau hafa þó lofað sjálfum sér og öðrum að valdaskiptin í borginni muni ekki hafa áhrif á samstarf flokkanna í landsstjórninni. Geir og Ingibjörg hafa ekki verið saman í sjónvarpsviðtali frá því þau settu saman stjórnina sína eftir kosningarnar í vor. Það er tími til kominn að heyra í þeim hljóðið og kanna þann meinta pólitíska hjónasvip sem margir telja að sé með þessum fyrrum höfuðandstæðingum í íslenskum stjórnmálum. Þátturinn byrjar strax að loknum fréttum kl. 19.05 á sunnudagskvöld og er í opinni dagskrá. Við sjáumst þar ... - SER.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun