Viðskipti innlent

Rauður dagur í Kauphöllinni

Hannes Smárason, forstjóri FL Group, en gengi bréfa í félaginu hefur lækkað um 2,21 prósent í dag.
Hannes Smárason, forstjóri FL Group, en gengi bréfa í félaginu hefur lækkað um 2,21 prósent í dag.

Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað eða staðið í stað frá því viðskipti hófust í Kauphöll Íslands fyrir hálftíma. Gengi bréfa í FL Group hefur lækkað mest, eða um 2,21 prósent, og næstmest í Existu, sem hefur horft upp á 1,53 prósenta lækkun það sem af er dags.

Engin hækkun er í Kauphöllinni enn sem komið er.

Þetta er í takt við þróunina á erlendum hlutabréfamörkuðum í dag en rauð ljós eru víða á mörkuðum.

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,09 prósent og stendur hún í 8.439 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×