Viðskipti innlent

Rio Tinto nær kaupum á Alcan

Álverið í Straumsvík.
Álverið í Straumsvík. Mynd/GVA

Námafélagið Rio Tinto greindi frá því í dag að það hefði fengið græna ljósið hjá öllum samkeppnisyfirvöldum fyrir yfirtöku á kanadíska álfélaginu Alcan, móðurfélagi álversins í Straumsvík. Yfirtökutilboðið hljóðar upp á 38,1 milljarð bandaríkjadala, jafnvirði tæpra 2.300 milljarða íslenskra króna.

Tilboðið, sem hljóðar upp á 101 dal á hlut, rennur út á þriðjudag í næstu viku, að sögn fréttastofu Reuters.

Gangi kaupin eftir verður til stærsta álfélag í heimi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×