Viðskipti innlent

Úrvalsvísitalan rétt náði að hækka

Gengi Úrvalsvísitölunnar hækkaði lítillega eftir mjög sveiflukenndan dag í Kauphöllinni en vísitalan fór frá því að falla um rúm þrjú prósent í tveggja prósenta hækkun. Undir lok dags hafði gengi bréfa í Icelandair hækkað mest, eða um 3,6 prósent. Á hæla fyrirtækisins fylgdi Exista og Bakkavör.

Gengi bréfa í 365 lækkaði hins vegar mest á sama tíma, sem fór niður um 2,52 prósent. Færeyingarnir í Atlantic Petroleum og Eik banka fylgdu á hæla fjölmiðla- og afþreyingafyrirtækisins.

Sveiflurnar eru í takt við þróunina á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum í dag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×