Fótbolti

Getafe hefur tak á Barcelona

NordicPhotos/GettyImages

Smálið Getafe frá Madrid hefur enn föst tök á stórliði Barcelona og í gær vann Getafe 2-0 sigur í einvígi liðanna. Barcelona tapaði 4-0 síðast þegar það mætti á Coliseum fyrir hálfu ári og gekk ekki mikið betur í gærkvöldi.

Þetta var þriðji sigur Getafe í röð undir stjórn Michael Laudrup og lyfti liðið sér í 11. sæti deildarinnar með sigrinum. Eiður Smári Guðjohnsen kom ekki við sögu í leiknum og Ítalinn Gianluca Zambrotta fékk að líta rauða spjaldið undir lokin. Barcelona hefur aðeins unnið einn útisigur í sex leikjum á leiktíðinni.

Þá vann Ronald Koeman fyrsta sigur sinn síðan hann tók við Valencia á dögunum þegar lið hans lagði Murcia 3-0 þar sem David Villa skoraði tvívegis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×