Fótbolti

Kann ekki að spila upp á jafntefli

Elvar Geir Magnússon skrifar
Gordon Strachan á æfingu.
Gordon Strachan á æfingu.

Gordon Strachan, knattspyrnustjóri Glasgow Celtic, segir að stefnan sé sett á sigur gegn AC Milan á morgun. Þá fara fram síðustu leikirnir í D-riðli Meistaradeildar Evrópu og þarf Celtic að ná jafntefli gegn AC Milan á útivelli til að vera öruggt áfram.

„Ég hef aldrei og mun aldrei biðja leikmenn um að reyna að gera jafntefli. Ef ég á að vera hreinskilinn þá veit ég ekki hvernig á að spila upp á jafntefli," sagði Strachan.

Celtic hefur hundrað prósent árangur í heimaleikjum sínum á þessu tímabili en árangurinn á útivelli hefur verið að flækjast fyrir skoska liðinu eins og undanfarin ár í Evrópukeppninni. Skosku meistararnir hafa aðeins hlotið eitt stig í fjórtá útileikjum í Meistaradeildinni.

AC Milan er þegar búið að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar en liðið er með tíu stig. Celtic er með stigi minna en svo kemur Shaktar Donetsk með sex stig. Shaktar tekur á móti Benfica á morgun en Benfica er í neðsta sæti riðilsins með fjögur stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×