Flengst um landið með formanni 6. desember 2007 11:19 Ég hef verið á faraldsfæti síðustu daga með bókina mína um Guðna og lesið upp úr henni um allt land. Þetta eru ein af forréttindum þess að skrifa bók; hitta lesendur sína og deila með þeim skoðunum. Ég kvarta seint yfir móttökunum. Hvarvetna hefur okkur Guðna verið tekið firnavel. Og bókin rokselst; mælist nú í öðru sæti á eftir Arnaldi í búðum Eymundsson og Máls og menningar, í þriðja sæti á bóksölulista Félagsvísindastofnunar og fjórða sæti á lista Haugkaupa. Þetta er ekki ónýtt. Við Guðni sóttum Laugaland á völlum Rangár um liðna helgi. Hundruð manna á staðnum; á sjöunda tug bóka á borðinu - og seldust allar með áritunum okkar félaga á klukkustund. Vorum á Akranesi í gærkvöld. Þar grét fólk af hlátri þegar Guðni fór yfir innihald bókarinnar. Ég las stöku kafla, en vel að merkja; það getur verið erfitt að koma upp í púltið á eftir magnaðasta ræðumanni landsins. En ég reyni. Verð á Hornafirði í kvöld, Mosfellsveit á morgun, Flúðum um helgina og svo er stefnan tekin norður á land eftir helgi. Svona er þetta, mikill rúntur en hrein unun að hitta fólk og lesa þjóðlífslýsingarnar sem almenningur kann greinilega að meta, plús náttúrlega kaflana um allar pólitísku uppákomurnar. Tek eftir því að vel er skrifað um bókina. Að vísu einhver lumbra í Jóni Þ. Þór í Mogganum í dag en aðrir eru einhuga. Hef áður sagt frá aðdáun Össurar á bókinni en Pétur Gunnarsson, sá innmúraði miðjumaður er ekki síður hrifinn. Pétur skrifar: Ég er búinn að lesa bókina hans Sigmundar Ernis um Guðna og skemmti mér ljómandi vel við lesturinn. Það leynir sér ekki að þeir hafa notið samstarfsins félagarnir og skemmt sér vel. Frásagnargleðin er allsráðandi ... Og síðar: Stíllinn á frásögninni er Sigmundar Ernis - auðþekkjanlegur og persónulegur - en þeir sem þekkja Guðna sjá hann samt lifandi kominn í bókinni. Eins og ávallt er hann hlýr, glaður og reifur ... Og loks: Þeir sem kunna að meta heiðarlega og hreinskilna frásögn manns, sem hefur upplifað eftirminnilega tíma og er næmur fyrir lífinu og öðru fólki, verða ... ekki sviknir af því að lesa þessar endurminningar Guðna Ágústssonar - hvort sem þeir hafa áhuga á pólitíkinni eða ekki. Ég kvarta ekki yfir þessum móttökum. Mest um vert er þó að finna allan almenning taka bókinni opnum örmum. Það eru stóru verðlaunin. -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun
Ég hef verið á faraldsfæti síðustu daga með bókina mína um Guðna og lesið upp úr henni um allt land. Þetta eru ein af forréttindum þess að skrifa bók; hitta lesendur sína og deila með þeim skoðunum. Ég kvarta seint yfir móttökunum. Hvarvetna hefur okkur Guðna verið tekið firnavel. Og bókin rokselst; mælist nú í öðru sæti á eftir Arnaldi í búðum Eymundsson og Máls og menningar, í þriðja sæti á bóksölulista Félagsvísindastofnunar og fjórða sæti á lista Haugkaupa. Þetta er ekki ónýtt. Við Guðni sóttum Laugaland á völlum Rangár um liðna helgi. Hundruð manna á staðnum; á sjöunda tug bóka á borðinu - og seldust allar með áritunum okkar félaga á klukkustund. Vorum á Akranesi í gærkvöld. Þar grét fólk af hlátri þegar Guðni fór yfir innihald bókarinnar. Ég las stöku kafla, en vel að merkja; það getur verið erfitt að koma upp í púltið á eftir magnaðasta ræðumanni landsins. En ég reyni. Verð á Hornafirði í kvöld, Mosfellsveit á morgun, Flúðum um helgina og svo er stefnan tekin norður á land eftir helgi. Svona er þetta, mikill rúntur en hrein unun að hitta fólk og lesa þjóðlífslýsingarnar sem almenningur kann greinilega að meta, plús náttúrlega kaflana um allar pólitísku uppákomurnar. Tek eftir því að vel er skrifað um bókina. Að vísu einhver lumbra í Jóni Þ. Þór í Mogganum í dag en aðrir eru einhuga. Hef áður sagt frá aðdáun Össurar á bókinni en Pétur Gunnarsson, sá innmúraði miðjumaður er ekki síður hrifinn. Pétur skrifar: Ég er búinn að lesa bókina hans Sigmundar Ernis um Guðna og skemmti mér ljómandi vel við lesturinn. Það leynir sér ekki að þeir hafa notið samstarfsins félagarnir og skemmt sér vel. Frásagnargleðin er allsráðandi ... Og síðar: Stíllinn á frásögninni er Sigmundar Ernis - auðþekkjanlegur og persónulegur - en þeir sem þekkja Guðna sjá hann samt lifandi kominn í bókinni. Eins og ávallt er hann hlýr, glaður og reifur ... Og loks: Þeir sem kunna að meta heiðarlega og hreinskilna frásögn manns, sem hefur upplifað eftirminnilega tíma og er næmur fyrir lífinu og öðru fólki, verða ... ekki sviknir af því að lesa þessar endurminningar Guðna Ágústssonar - hvort sem þeir hafa áhuga á pólitíkinni eða ekki. Ég kvarta ekki yfir þessum móttökum. Mest um vert er þó að finna allan almenning taka bókinni opnum örmum. Það eru stóru verðlaunin. -SER.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun