Fótbolti

Empoli vann Juventus í bikarnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Empoli fagna marki.
Leikmenn Empoli fagna marki. Nordic Photos / AFP

Botnlið ítölsku úrvalsdeildarinnar, Empoli, kom heldur betur á óvænt í kvöld er liðið vann Juventus á heimavelli í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar.

Liðin mætast í Tórínu þann 16. janúar næstkomandi og fær þá Juventus tækifæri til að hefna ófaranna í kvöld.

Juventus er í þriðja sæti deildarinnar en tefldi fram mikið breyttu liði í kvöld. Empoli færði sér það í nyt og Nicola Pozzi kom liðinu yfir með skallamarki á 19. mínútu.

Empoli komst tveimur mörkum yfir þegar sex mínútur voru liðnar af síðari hálfleik með marki Ignazio Abete.

Skömmu síðar var Sergio Almiron, leikmanni Juventus og fyrrum leikmanni Empoli, vikið af velli fyrir brot og mótmæli.

Vincenzo Iaquinta minnkaði muninn þegar tíu mínútur voru til leiksloka en nær komst Juventus ekki. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×