Fótbolti

Ólætin vörpuðu skugga á leikinn

NordicPhotos/GettyImages

Sir Alex Ferguson sagðist í kvöld vonsvikinn yfir því að ólæti stuðningsmanna hefðu enn á ný sett mark sitt á leik Manchester United og Roma í Meistaradeildinni.

"Þetta var eitthvað sem ég vonaði að kæmi ekki fyrir," sagði Ferguson eftir 1-1 jafnteflið, en nokkrir Englendingar voru fluttir á sjúkrahús eftir að hafa verið stungnir.

"Ég var að óska þess að þetta yrði rólegt kvöld en þó ég viti enn ekki hvað gerðist, eru þetta vissulega vonbrigði," sagði Skotinn.

"Ég er sáttur við spilamennsku liðsins í kvöld þó ég hafi verið dálítið vonsvikinn með það hvað við misstum boltann oft í síðari hálfleiknum," sagði stjórinn og hrósaði Nani fyrir frammistöðu sína.

"Nani er ekki nema 19 ára gamall en hann er að falla mjög vel inn í það sem við erum að gera. Við sögðum honum að hann fengi kannski ekki að spila mikið þegar hann kom hingað, en hann fær að spila annað slagið vegna meiðsla manna og mér fannst hann sérstaklega góður í fyrri hálfleiknum þegar hann var mjög ógnandi," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×