Halda þarf öllum valkostum opnum Óli Kristján Ármannsson skrifar 30. janúar 2008 00:01 Umræða um framtíðarskipan gjaldeyrismála bankar nú á dyr landsmanna sem aldrei fyrr. Mörg félaga kauphallarinnar vilja fá að skrá þar hlutabréf sín í evrum og unnið er að úrlausn þeirra mála. Þá er ljóst að Kaupþing, stærsti banki landsins, vill auk þess fá að færa bókhald sitt í evrum, og bætist þar með í stóran hóp fyrirtækja sem færa bókhald sitt í erlendri mynt. Nýjasta innleggið í þessa umræðu er umfjöllun alþjóðlega matsfyrirtækisins Moody‘s um lánshæfismat ríkisins. Út úr skýrslunni má lesa að myntsvæði krónunnar sé orðið of lítið fyrir stóru viðskiptabankana, sem auk þess að fá stærstan hluta tekna sinna að utan, eru einnig með skuldbindingar sínar vegna fjármögnunar starfseminnar í útlöndum. Moody‘s bendir á að haldi bankarnir áfram að vaxa í útlöndum kunni ríkið, eða Seðlabanki Íslands, að verða ófær um að þjóna þeim sem lánveitandi til þrautavara, kæmi til svo alvarlegra efnahagsþrenginga í heiminum að hlaupa þyrfti undir bagga með þeim. Þessi staða gæti orðið til þess að Ísland myndi færast niður úr efsta þrepi í lánshæfiseinkunn, sem aftur myndi rýra kjör landsins og gera lántökur þess dýrari. Um leið myndi skert lánshæfi ríkisins hafa áhrif á lánshæfiseinkunnir bankanna til hins verra. Moody‘s bendir á þá hlálegu staðreynd að drægju bankarnir saman seglin í útlöndum, eða færðu höfuðstöðvar sínar úr landi, myndu horfur á áframhaldandi góðu lánshæfi ríkisins batna. Matsfyrirtækið horfir hins vegar ekki til þess að færi svo myndu lífskjör á landinu versna til muna. Vert er að halda því til haga að bankarnir skila til ríkisins mikilsverðum skatttekjum. Þannig standa skattar Kaupþings til dæmis undir rekstri Háskóla Íslands, svo eitthvað sé nefnt. Hjá þessum fyrirtækjum starfa fleiri þúsund manns við vel launuð störf. Yfir helmingur þessa starfsfólks er háskólamenntaður og þarf ekki mikinn hagspeking til að sjá hverslags lyftistöng starfsemi bankanna er fyrir íslenskt efnahagslíf. Um leið er óskiljanleg tilhneiging Seðlabanka Íslands til að túlka hér lög og reglur í óhag þeim fyrirtækjum sem hug hafa á að taka hér evru fram yfir krónu í viðskiptum, hvort heldur það er í Kauphöll eða sem starfrækslumynt. Varla eykur það þjóðarhag eða hjálpar til við fjármálastöðugleika að úr landi hrekist öflugustu fyrirtæki þjóðarinnar vegna þess hve krónan er orðin þeim mikill fjötur um fót. Full ástæða er til að taka umræðu um stöðu krónunnar alvarlega og halda hér öllum valkostum opnum sem varða framtíðarskipan gengismála. Deginum ljósara er að íslensku bankarnir eru að segja vaxnir upp úr íslenska hagkerfinu og viljum við ekki missa þá og fleiri stórfyrirtæki úr landi þurfa hér að vera viðunandi aðstæður til rekstrar. Margir horfa til Evrópusambandsins í þessum efnum og um leið aðildar að Myntbandalagi Evrópu og upptöku evru hér á landi, enda kannski nærtækt að minnsta myntsvæði heims horfi til þess stærsta, sem svo vill til að er í næsta nágrenni. Um leið og vegnir eru kostir og gallar þess að fara þessa leið er mikilvægt að hér sé hagstjórn hagað á þann veg að landið sé tækt inn í sambandið og uppfylli skilyrði aðildar. Með því móti er valið okkar þegar að því kemur að taka ákvörðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Umræða um framtíðarskipan gjaldeyrismála bankar nú á dyr landsmanna sem aldrei fyrr. Mörg félaga kauphallarinnar vilja fá að skrá þar hlutabréf sín í evrum og unnið er að úrlausn þeirra mála. Þá er ljóst að Kaupþing, stærsti banki landsins, vill auk þess fá að færa bókhald sitt í evrum, og bætist þar með í stóran hóp fyrirtækja sem færa bókhald sitt í erlendri mynt. Nýjasta innleggið í þessa umræðu er umfjöllun alþjóðlega matsfyrirtækisins Moody‘s um lánshæfismat ríkisins. Út úr skýrslunni má lesa að myntsvæði krónunnar sé orðið of lítið fyrir stóru viðskiptabankana, sem auk þess að fá stærstan hluta tekna sinna að utan, eru einnig með skuldbindingar sínar vegna fjármögnunar starfseminnar í útlöndum. Moody‘s bendir á að haldi bankarnir áfram að vaxa í útlöndum kunni ríkið, eða Seðlabanki Íslands, að verða ófær um að þjóna þeim sem lánveitandi til þrautavara, kæmi til svo alvarlegra efnahagsþrenginga í heiminum að hlaupa þyrfti undir bagga með þeim. Þessi staða gæti orðið til þess að Ísland myndi færast niður úr efsta þrepi í lánshæfiseinkunn, sem aftur myndi rýra kjör landsins og gera lántökur þess dýrari. Um leið myndi skert lánshæfi ríkisins hafa áhrif á lánshæfiseinkunnir bankanna til hins verra. Moody‘s bendir á þá hlálegu staðreynd að drægju bankarnir saman seglin í útlöndum, eða færðu höfuðstöðvar sínar úr landi, myndu horfur á áframhaldandi góðu lánshæfi ríkisins batna. Matsfyrirtækið horfir hins vegar ekki til þess að færi svo myndu lífskjör á landinu versna til muna. Vert er að halda því til haga að bankarnir skila til ríkisins mikilsverðum skatttekjum. Þannig standa skattar Kaupþings til dæmis undir rekstri Háskóla Íslands, svo eitthvað sé nefnt. Hjá þessum fyrirtækjum starfa fleiri þúsund manns við vel launuð störf. Yfir helmingur þessa starfsfólks er háskólamenntaður og þarf ekki mikinn hagspeking til að sjá hverslags lyftistöng starfsemi bankanna er fyrir íslenskt efnahagslíf. Um leið er óskiljanleg tilhneiging Seðlabanka Íslands til að túlka hér lög og reglur í óhag þeim fyrirtækjum sem hug hafa á að taka hér evru fram yfir krónu í viðskiptum, hvort heldur það er í Kauphöll eða sem starfrækslumynt. Varla eykur það þjóðarhag eða hjálpar til við fjármálastöðugleika að úr landi hrekist öflugustu fyrirtæki þjóðarinnar vegna þess hve krónan er orðin þeim mikill fjötur um fót. Full ástæða er til að taka umræðu um stöðu krónunnar alvarlega og halda hér öllum valkostum opnum sem varða framtíðarskipan gengismála. Deginum ljósara er að íslensku bankarnir eru að segja vaxnir upp úr íslenska hagkerfinu og viljum við ekki missa þá og fleiri stórfyrirtæki úr landi þurfa hér að vera viðunandi aðstæður til rekstrar. Margir horfa til Evrópusambandsins í þessum efnum og um leið aðildar að Myntbandalagi Evrópu og upptöku evru hér á landi, enda kannski nærtækt að minnsta myntsvæði heims horfi til þess stærsta, sem svo vill til að er í næsta nágrenni. Um leið og vegnir eru kostir og gallar þess að fara þessa leið er mikilvægt að hér sé hagstjórn hagað á þann veg að landið sé tækt inn í sambandið og uppfylli skilyrði aðildar. Með því móti er valið okkar þegar að því kemur að taka ákvörðun.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun