Þrjár myndir með fimm tilnefningar 12. desember 2008 06:00 The Curious Case of Benjamin Button hlaut fimm tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna. Kvikmyndirnar The Curious Case of Benjamin Button, Frost/Nixon og Doubt fengu flestar tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna, eða fimm talsins. Meryl Streep og Kate Winslet hlutu tvær tilnefningar hvor, Streep fyrir hlutverk sín í Doubt og Mamma Mia! og Winslet fyrir frammistöðu sína í Revolutionary Road og The Reader. Anne Hathaway, Angelina Jolie og Kristin Scott Thomas voru einnig tilnefndar sem bestu dramatísku leikkonurnar. Hjá körlunum voru Leonardo DiCaprio, Frank Langella, Brad Pitt, Sean Penn og Mickey Rourke tilnefndir sem bestu leikararnir í dramatískri mynd. Hinn látni Heath Ledger var tilnefndur fyrir aukahlutverk sitt sem Jókerinn í The Dark Knight en stutt er síðan hann vann til verðlauna Samtaka gagnrýnenda í Los Angeles fyrir frammistöðuna. Þetta var eina tilnefningin sem The Dark Knight hlaut og olli það mörgum vonbrigðum. Í flokknum besta dramatíska myndin voru tilnefndar The Curious Case of Benjamin Button, Frost/Nixon, The Reader, Revolutionary Road og Slumdog Millionaire. Samkvæmt hefðinni er líklegt að flestar þessara mynda berjist einnig um Óskarinn á næsta ári. Í flokknum besta gaman- eða söngvamyndin voru tilnefndar Burn After Reading, Happy-Go-Lucky, In Bruges, Mamma Mia! og Vicky Christina Barcelona. Golden Globe-verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn 11. janúar á næsta ári. - fb Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Kvikmyndirnar The Curious Case of Benjamin Button, Frost/Nixon og Doubt fengu flestar tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna, eða fimm talsins. Meryl Streep og Kate Winslet hlutu tvær tilnefningar hvor, Streep fyrir hlutverk sín í Doubt og Mamma Mia! og Winslet fyrir frammistöðu sína í Revolutionary Road og The Reader. Anne Hathaway, Angelina Jolie og Kristin Scott Thomas voru einnig tilnefndar sem bestu dramatísku leikkonurnar. Hjá körlunum voru Leonardo DiCaprio, Frank Langella, Brad Pitt, Sean Penn og Mickey Rourke tilnefndir sem bestu leikararnir í dramatískri mynd. Hinn látni Heath Ledger var tilnefndur fyrir aukahlutverk sitt sem Jókerinn í The Dark Knight en stutt er síðan hann vann til verðlauna Samtaka gagnrýnenda í Los Angeles fyrir frammistöðuna. Þetta var eina tilnefningin sem The Dark Knight hlaut og olli það mörgum vonbrigðum. Í flokknum besta dramatíska myndin voru tilnefndar The Curious Case of Benjamin Button, Frost/Nixon, The Reader, Revolutionary Road og Slumdog Millionaire. Samkvæmt hefðinni er líklegt að flestar þessara mynda berjist einnig um Óskarinn á næsta ári. Í flokknum besta gaman- eða söngvamyndin voru tilnefndar Burn After Reading, Happy-Go-Lucky, In Bruges, Mamma Mia! og Vicky Christina Barcelona. Golden Globe-verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn 11. janúar á næsta ári. - fb
Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira