Aðal rasisti bloggheima Ólafur Sindri Ólafsson skrifar 28. febrúar 2008 06:00 Þrennt er verulega athyglisvert við nýgenginn dóm yfir Gauki Úlfarssyni vegna þeirra ummæla hans að Ómar R. Valdimarsson sé ekki bara rasisti, heldur erkirasisti. Í fyrsta lagi er það ósamræmið á milli þess annars vegar að beita fullum þunga á þann sem kallar mann rasista fyrir að leggja nýbúa í einelti og flimta með illan aðbúnað erlendra verkamanna og hins vegar þess að horfa algjörlega framhjá því þegar sami maður er sagður á mála hjá alþjóðlegu glæpagengi. Í öðru lagi er verulega einkennilegt að Ómar skuli sækja af svo miklum þunga gegn Gauki þegar hann er sjálfur höfundur keimlíkra ummæla og gæti því fengið bjúgverpilinn beint í hnakkann aftur. En Ómar fullyrti fyrir nokkru að skiljanlega gæti einhverjum virst að í Borgarráði Reykjavíkur sætu rasistar sem meinuðu múslimum um byggingu mosku vegna húðlitar og annarra fordóma. í þriðja lagi (og það sem mér finnst athyglisverðast) er að miðað við dóminn þá fengu báðir aðilar að taka með sér leynigesti í dómssalinn - og það gesti sem áður hafa komið við sögu skyldra mála. Af einhverjum ástæðum þótti ástæða til að setja deiluefnið í það samhengi að annar væri til hægri í stjórnmálum en hinn til vinstri - það virtist raunar hafa verið eina vörn Gauks (og vonlaus sem slík). Þá hlýtur að vakna minningin um það þegar Þórbergur fékk á baukinn fyrir að kalla Hitler heilalausan öskurapa. Þá sat Þórbergur hnípinn á sakamannabekk með félaga Stalín á öxlinni en Ríkissaksóknari bar blak af Foringjanum. Foringinn vann, enda var þetta á þeim tíma þegar hann þótti meira móðins en stálmaðurinn. Nú, svona löngu seinna, sat Gaukur á bekknum undir væng verndarengilsins Steingríms J. en ránfuglinn stóð sperrtur á öxl Ómars og einblíndi soltineygður á gaukinn. Það kom auðvitað í ljós að hvorki gaukar né englar eiga roð í ránfugla. Og í einu vetfangi safnaðist Gaukur í hóp manna (þar á meðal föður síns) sem lúskrað hefur verið á með gullbryddaðri gaddakylfu velsæmisins. Og téður Ómar R. Valdimarsson, sem bar sig svo ósköp snautlega, stillti sér upp við hlið hinna fórnarlambanna: Guðs og Hitlers. Við megum þakka fyrir að einhverjir halda enn uppi vörnum fyrir lítilmagnann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Sindri Ólafsson Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Við þurfum jöfn tækifæri fyrir börnin í borginni Sandra Hlíf Ocares Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun
Þrennt er verulega athyglisvert við nýgenginn dóm yfir Gauki Úlfarssyni vegna þeirra ummæla hans að Ómar R. Valdimarsson sé ekki bara rasisti, heldur erkirasisti. Í fyrsta lagi er það ósamræmið á milli þess annars vegar að beita fullum þunga á þann sem kallar mann rasista fyrir að leggja nýbúa í einelti og flimta með illan aðbúnað erlendra verkamanna og hins vegar þess að horfa algjörlega framhjá því þegar sami maður er sagður á mála hjá alþjóðlegu glæpagengi. Í öðru lagi er verulega einkennilegt að Ómar skuli sækja af svo miklum þunga gegn Gauki þegar hann er sjálfur höfundur keimlíkra ummæla og gæti því fengið bjúgverpilinn beint í hnakkann aftur. En Ómar fullyrti fyrir nokkru að skiljanlega gæti einhverjum virst að í Borgarráði Reykjavíkur sætu rasistar sem meinuðu múslimum um byggingu mosku vegna húðlitar og annarra fordóma. í þriðja lagi (og það sem mér finnst athyglisverðast) er að miðað við dóminn þá fengu báðir aðilar að taka með sér leynigesti í dómssalinn - og það gesti sem áður hafa komið við sögu skyldra mála. Af einhverjum ástæðum þótti ástæða til að setja deiluefnið í það samhengi að annar væri til hægri í stjórnmálum en hinn til vinstri - það virtist raunar hafa verið eina vörn Gauks (og vonlaus sem slík). Þá hlýtur að vakna minningin um það þegar Þórbergur fékk á baukinn fyrir að kalla Hitler heilalausan öskurapa. Þá sat Þórbergur hnípinn á sakamannabekk með félaga Stalín á öxlinni en Ríkissaksóknari bar blak af Foringjanum. Foringinn vann, enda var þetta á þeim tíma þegar hann þótti meira móðins en stálmaðurinn. Nú, svona löngu seinna, sat Gaukur á bekknum undir væng verndarengilsins Steingríms J. en ránfuglinn stóð sperrtur á öxl Ómars og einblíndi soltineygður á gaukinn. Það kom auðvitað í ljós að hvorki gaukar né englar eiga roð í ránfugla. Og í einu vetfangi safnaðist Gaukur í hóp manna (þar á meðal föður síns) sem lúskrað hefur verið á með gullbryddaðri gaddakylfu velsæmisins. Og téður Ómar R. Valdimarsson, sem bar sig svo ósköp snautlega, stillti sér upp við hlið hinna fórnarlambanna: Guðs og Hitlers. Við megum þakka fyrir að einhverjir halda enn uppi vörnum fyrir lítilmagnann.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun