Sókn í Vatnsmýri Davíð Þór Jónsson skrifar 2. mars 2008 06:00 Þær hugmyndir um framtíðarskipulag Vatnsmýrarinnar sem nú liggja fyrir eru dásamlegar. Ég öfunda afkomendur mína af því að fá að njóta þeirrar byggðar sem þar mun rísa, því sjálfum mun mér varla endast aldur til að sjá hana fullkláraða. Þarna verður blönduð miðborgarbyggð, svipuð eftirsóttustu hverfunum í Reykjavík um þessar mundir, Þingholtunum og Vesturbænum. Ég varð ótrúlega feginn að sjá að skipulagið gerði ekki ráð fyrir eintómum botnlöngum út frá steingeldum verslunar- og þjónustukjarna, heldur eðlilegri framlengingu af byggðinni sem fyrir er í nágrenninu. Gert er ráð fyrir uppbyggingu háskóla, útivistarsvæðum, blandaðri íbúðabyggð, verslunum, leikskólum, grunnskólum og framhaldsskóla. Þarna verður allt til alls. Nema kirkja. Nú hef ég í sjálfu sér engar áhyggjur af því að á venjulegum sunnudegi verði ekki pláss fyrir kirkjurækna Vatnsmýringa framtíðarinnar í kirkjunum í nágrenninu, Neskirkju, Hallgrímskirkju og Dómkirkjunni. Í Vatnsmýri er hins vegar gert ráð fyrir 10-15 þúsund manna íbúabyggð. Það er um það bil tvöfaldur íbúafjöldi meðalsóknar í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Af þessu fólki má reikna með að 8-12 þúsund, varlega áætlað, vilji skíra börnin sín og ferma, gifta sig í kirkju og hljóta kirkjulega útför. Af eðlilegum ástæðum eru því takmörk sett hve margar athafnir geta farið fram í einni kirkju á einum degi. Þrátt fyrir að þessi tölfræði sé fyrirliggjandi gerir engin tillagnanna ráð fyrir því að þessi þjónusta verði í boði í hverfinu. Jafnvel tillagan, þar sem búið er að ákveða hvar McDonald's og IKEA eiga að vera, gerir ekki ráð fyrir kirkju. Freistandi væri að draga af þessu einhverjar ályktanir um stöðu kirkjunnar í nútímasamfélagi eða geistlegar áherslur skipulagsfræðinga, en ég ætla að láta það ógert. Ég held að þetta sé bara vanhugsað. Allir hljóta að sjá, óháð sinni persónulegu trúarafstöðu, að óskað verður eftir þessari þjónustu í hverfinu. Af þeim sökum efast ég ekki um að í Vatnsmýri rísi kirkja með fjölgun íbúanna. Hennar verður einfaldlega þörf. Ég held bara að það væri sniðugra að skipulagið gerði ráð fyrir því frá byrjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Ísland fyrir Íslendínga! Ólafur Sindri Ólafsson Bakþankar Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun
Þær hugmyndir um framtíðarskipulag Vatnsmýrarinnar sem nú liggja fyrir eru dásamlegar. Ég öfunda afkomendur mína af því að fá að njóta þeirrar byggðar sem þar mun rísa, því sjálfum mun mér varla endast aldur til að sjá hana fullkláraða. Þarna verður blönduð miðborgarbyggð, svipuð eftirsóttustu hverfunum í Reykjavík um þessar mundir, Þingholtunum og Vesturbænum. Ég varð ótrúlega feginn að sjá að skipulagið gerði ekki ráð fyrir eintómum botnlöngum út frá steingeldum verslunar- og þjónustukjarna, heldur eðlilegri framlengingu af byggðinni sem fyrir er í nágrenninu. Gert er ráð fyrir uppbyggingu háskóla, útivistarsvæðum, blandaðri íbúðabyggð, verslunum, leikskólum, grunnskólum og framhaldsskóla. Þarna verður allt til alls. Nema kirkja. Nú hef ég í sjálfu sér engar áhyggjur af því að á venjulegum sunnudegi verði ekki pláss fyrir kirkjurækna Vatnsmýringa framtíðarinnar í kirkjunum í nágrenninu, Neskirkju, Hallgrímskirkju og Dómkirkjunni. Í Vatnsmýri er hins vegar gert ráð fyrir 10-15 þúsund manna íbúabyggð. Það er um það bil tvöfaldur íbúafjöldi meðalsóknar í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Af þessu fólki má reikna með að 8-12 þúsund, varlega áætlað, vilji skíra börnin sín og ferma, gifta sig í kirkju og hljóta kirkjulega útför. Af eðlilegum ástæðum eru því takmörk sett hve margar athafnir geta farið fram í einni kirkju á einum degi. Þrátt fyrir að þessi tölfræði sé fyrirliggjandi gerir engin tillagnanna ráð fyrir því að þessi þjónusta verði í boði í hverfinu. Jafnvel tillagan, þar sem búið er að ákveða hvar McDonald's og IKEA eiga að vera, gerir ekki ráð fyrir kirkju. Freistandi væri að draga af þessu einhverjar ályktanir um stöðu kirkjunnar í nútímasamfélagi eða geistlegar áherslur skipulagsfræðinga, en ég ætla að láta það ógert. Ég held að þetta sé bara vanhugsað. Allir hljóta að sjá, óháð sinni persónulegu trúarafstöðu, að óskað verður eftir þessari þjónustu í hverfinu. Af þeim sökum efast ég ekki um að í Vatnsmýri rísi kirkja með fjölgun íbúanna. Hennar verður einfaldlega þörf. Ég held bara að það væri sniðugra að skipulagið gerði ráð fyrir því frá byrjun.