Einkaþota Guðmundur Steingrímsson skrifar 5. apríl 2008 06:00 ÉG á vin sem fór einu sinni til útlanda í einkaþotu, starfs síns vegna. Þvert á hugmyndir mínar á þessum tíma um að í einkaþotum væri einstaklega þægilegt að vera og að stólar væru þar rúmgóðir og hægt að teygja úr sér og skeggræða andans mál í rólegheitum, tjáði þessi vinur minn mér að lokinni ferðinni að einkaþotan hefði í raun verið einstaklega óþægileg. Smæðar sinnar vegna hristist hún eins og þvottavél og í henni var heldur ekki hægt að standa uppréttur. Fyrir utan tímasparnaðinn var ekkert sérstaklega þægilegt við ferðina í einkaþotunni. ÞESSI dómur opnaði augu mín pínulítið. Af hverju hafði ég talið að einkaþotur væru svona spes? Í raun eru þetta bara litlar flugvélar sem henta stundum vel fyrir hóp sem er allur að fara á sama staðinn, utan alfaraleiðar. Sjálfsagt eru til rosaflottar einkaþotur, alveg eins og það eru til rosaflottir heitir pottar og rosaflott hús, en flestar einkaþotur eru bara eins og flugvélarnar í leigufluginu úti á Reykjavíkurflugvelli - sem þúsundir Íslendinga hafa nýtt sér í gegnum tíðina - nema flestar flugvélarnar þar eru með skrúfuhreyfli en ekki þotuhreyfli. ÞAÐ er nákvæmlega ekkert merkilegt við það að hópar ferðist um í einkaþotum, að því gefnu að það teljist hagstætt miðað við aðra ferðakosti. Að ráðamenn og fylgdarlið hafi ákveðið að nýta sér þennan möguleika til þess að komast fljótt og vel á leiðtogafund Nato er ekkert merkilega en að þessi hópur hafi hugsanlega þurft að leigja sér rútu líka. Nákvæmlega sama hugsunin býr að baki því að leigja flugvél og leigja rútu. AÐ kalla svona flugvélar einkaþotur er afskaplega villandi. Ingibjörg Sólrún og Geir Haarde eiga ekki þessa þotu. Þau eru ekki komin á það stig ennþá, að þau séu farin að fjárfesta í samgöngutækjum saman, þó svo kossinn hafi verið innilegur á Þingvöllum. Þessa þota var því ekkert þeirra „einka" neitt. Þetta var bara leiguþota. OG þá fer þetta allt saman að verða ennþá síður merkilegt. Ég get ekki séð annað en að hugtakið leiguflug, áðurnefnt, eigi afskaplega vel við þennan ferðamáta. Og ef þetta er leiguflug, þá er spurning hvort reiðir þingmenn telji ekki við hæfi að storma upp í pontu og hneykslast á för tugþúsunda Íslendinga til sólarlanda á ári hverju í leiguflugi. Eða eins og hinir reiðu ættu þá að kalla það, í þágu samkvæmninnar: Í einkaþotu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun
ÉG á vin sem fór einu sinni til útlanda í einkaþotu, starfs síns vegna. Þvert á hugmyndir mínar á þessum tíma um að í einkaþotum væri einstaklega þægilegt að vera og að stólar væru þar rúmgóðir og hægt að teygja úr sér og skeggræða andans mál í rólegheitum, tjáði þessi vinur minn mér að lokinni ferðinni að einkaþotan hefði í raun verið einstaklega óþægileg. Smæðar sinnar vegna hristist hún eins og þvottavél og í henni var heldur ekki hægt að standa uppréttur. Fyrir utan tímasparnaðinn var ekkert sérstaklega þægilegt við ferðina í einkaþotunni. ÞESSI dómur opnaði augu mín pínulítið. Af hverju hafði ég talið að einkaþotur væru svona spes? Í raun eru þetta bara litlar flugvélar sem henta stundum vel fyrir hóp sem er allur að fara á sama staðinn, utan alfaraleiðar. Sjálfsagt eru til rosaflottar einkaþotur, alveg eins og það eru til rosaflottir heitir pottar og rosaflott hús, en flestar einkaþotur eru bara eins og flugvélarnar í leigufluginu úti á Reykjavíkurflugvelli - sem þúsundir Íslendinga hafa nýtt sér í gegnum tíðina - nema flestar flugvélarnar þar eru með skrúfuhreyfli en ekki þotuhreyfli. ÞAÐ er nákvæmlega ekkert merkilegt við það að hópar ferðist um í einkaþotum, að því gefnu að það teljist hagstætt miðað við aðra ferðakosti. Að ráðamenn og fylgdarlið hafi ákveðið að nýta sér þennan möguleika til þess að komast fljótt og vel á leiðtogafund Nato er ekkert merkilega en að þessi hópur hafi hugsanlega þurft að leigja sér rútu líka. Nákvæmlega sama hugsunin býr að baki því að leigja flugvél og leigja rútu. AÐ kalla svona flugvélar einkaþotur er afskaplega villandi. Ingibjörg Sólrún og Geir Haarde eiga ekki þessa þotu. Þau eru ekki komin á það stig ennþá, að þau séu farin að fjárfesta í samgöngutækjum saman, þó svo kossinn hafi verið innilegur á Þingvöllum. Þessa þota var því ekkert þeirra „einka" neitt. Þetta var bara leiguþota. OG þá fer þetta allt saman að verða ennþá síður merkilegt. Ég get ekki séð annað en að hugtakið leiguflug, áðurnefnt, eigi afskaplega vel við þennan ferðamáta. Og ef þetta er leiguflug, þá er spurning hvort reiðir þingmenn telji ekki við hæfi að storma upp í pontu og hneykslast á för tugþúsunda Íslendinga til sólarlanda á ári hverju í leiguflugi. Eða eins og hinir reiðu ættu þá að kalla það, í þágu samkvæmninnar: Í einkaþotu.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun