Ný kynni af fyrstu ástinni Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 6. apríl 2008 06:00 Eyjan birti frétt fyrir nokkru um hlut foreldra í sænskum bókmenntum. Mömmur í sænskum bókmenntum eru hálfvonlausar, sjálfhverfar og taugaveiklaðar, eða látnar. Minna var sagt um stöðu pabbanna, en í sjálfu sér segir það heilmikið að um þá hafi ekki einu sinni verið fjallað. Ég er alin upp við sænskar bókmenntir þar sem foreldrar mínir voru báðir í háskólanámi í Svíþjóð. Astrid Lindgren er amma allra barna þar í landi og það er til marks um það hvað bækur hennar eru góðar að aðdáendur Ronju og Línu, bræðranna Ljónshjarta og Emils njóta þess að kynnast persónunum aftur sem foreldrar. Dætur mínar eru jafnhrifnar og ég var á sínum tíma og heimiliskettirnir bera nöfnin Ronja og Lína. Stórvinkona fjölskyldunnar, hún Lína langsokkur, á enga mömmu og pabbinn er sjóræningi. Vinirnir Anna og Tommi eiga hins vegar foreldra sem nú birtast sem óhemjuleiðinlegir og stífir Svíar, fólk sem fer á taugum við tilhugsunina um að annað fólk fari á svig við hefðir. Annar vinsæll höfundur Svía er Gunilla Bergström sem skrifar bækurnar um Alfons Åberg, sem á íslensku heitir Einar Áskell. Drengurinn býr einn með pabba sínum en engin er mamman og ég man ekki eftir því að fjarvera hennar hafi verið útskýrð. Pabbinn virðist vænsti karl en á köflum latur og reykir pípu við öll tækifæri. Gunilla sýnir börnum þá virðingu að kynna þau fyrir fólki í stað þess að boða bara fyrirmyndir, þó að hún virðist markvisst reyna að breyta stöðluðum hlutverkum kynjanna. Læknirinn er alltaf kona. Þegar ég var lítil fannst mér töluvert flottara að eiga sjóræningja fyrir pabba en guðfræðing, eins og pabbi minn er. Smekkurinn er annar í dag. Hvorki guðfræðingar né sjóræningjar komust hins vegar nálægt Bing og Benny, frændum Einars Áskels, sem voru byrjaðir í skóla, voru læsir og kunnu í ofanálag á klukku. Stundum vildu frændurnir ekki leika við Einar Áskel af því að hann þótti óttalegt smábarn. Bing og Benny þóttu miklir töffarar enda upplifað margt. Ég hugsa að skólastrákarnir hafi jafnvel verið fyrsta ástin mín. Kannski að klukkuskotið hafi líka verið til marks um menntasnobb á upphafsstigum. Sögustundirnar á kvöldin eru ekki alltaf foreldrum til skemmtunar og barnabókmenntir sem eru fullar af pólitískri rétthugsun geta verið mátulega spennandi. Þess vegna er full ástæða til að þakka þeim höfundum sem færa börnum sniðugar, fallegar og fyndnar sögur sem höfða einnig til foreldranna þó með öðrum hætti sé. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun
Eyjan birti frétt fyrir nokkru um hlut foreldra í sænskum bókmenntum. Mömmur í sænskum bókmenntum eru hálfvonlausar, sjálfhverfar og taugaveiklaðar, eða látnar. Minna var sagt um stöðu pabbanna, en í sjálfu sér segir það heilmikið að um þá hafi ekki einu sinni verið fjallað. Ég er alin upp við sænskar bókmenntir þar sem foreldrar mínir voru báðir í háskólanámi í Svíþjóð. Astrid Lindgren er amma allra barna þar í landi og það er til marks um það hvað bækur hennar eru góðar að aðdáendur Ronju og Línu, bræðranna Ljónshjarta og Emils njóta þess að kynnast persónunum aftur sem foreldrar. Dætur mínar eru jafnhrifnar og ég var á sínum tíma og heimiliskettirnir bera nöfnin Ronja og Lína. Stórvinkona fjölskyldunnar, hún Lína langsokkur, á enga mömmu og pabbinn er sjóræningi. Vinirnir Anna og Tommi eiga hins vegar foreldra sem nú birtast sem óhemjuleiðinlegir og stífir Svíar, fólk sem fer á taugum við tilhugsunina um að annað fólk fari á svig við hefðir. Annar vinsæll höfundur Svía er Gunilla Bergström sem skrifar bækurnar um Alfons Åberg, sem á íslensku heitir Einar Áskell. Drengurinn býr einn með pabba sínum en engin er mamman og ég man ekki eftir því að fjarvera hennar hafi verið útskýrð. Pabbinn virðist vænsti karl en á köflum latur og reykir pípu við öll tækifæri. Gunilla sýnir börnum þá virðingu að kynna þau fyrir fólki í stað þess að boða bara fyrirmyndir, þó að hún virðist markvisst reyna að breyta stöðluðum hlutverkum kynjanna. Læknirinn er alltaf kona. Þegar ég var lítil fannst mér töluvert flottara að eiga sjóræningja fyrir pabba en guðfræðing, eins og pabbi minn er. Smekkurinn er annar í dag. Hvorki guðfræðingar né sjóræningjar komust hins vegar nálægt Bing og Benny, frændum Einars Áskels, sem voru byrjaðir í skóla, voru læsir og kunnu í ofanálag á klukku. Stundum vildu frændurnir ekki leika við Einar Áskel af því að hann þótti óttalegt smábarn. Bing og Benny þóttu miklir töffarar enda upplifað margt. Ég hugsa að skólastrákarnir hafi jafnvel verið fyrsta ástin mín. Kannski að klukkuskotið hafi líka verið til marks um menntasnobb á upphafsstigum. Sögustundirnar á kvöldin eru ekki alltaf foreldrum til skemmtunar og barnabókmenntir sem eru fullar af pólitískri rétthugsun geta verið mátulega spennandi. Þess vegna er full ástæða til að þakka þeim höfundum sem færa börnum sniðugar, fallegar og fyndnar sögur sem höfða einnig til foreldranna þó með öðrum hætti sé.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun