Sjúklegt basl og dálítið stress 27. nóvember 2008 03:30 Addi Intro, sem starfar í Skífunni, gefur út plötuna Tivoli Chillout. fréttablaðið/anton brink Rapparinn Addi Intro úr hljómsveitinni Forgotten Lores er að gefa út sína fyrstu sólóplötu, Tivoli Chillout. Platan átti að koma út hjá Geimsteini en vegna kreppunnar og vandræða með gjaldeyri ákvað fyrirtækið að fresta útgáfunni fram í apríl. Það hugnaðist Adda ekki og ákvað hann að gefa hana út sjálfur með öllu því veseni sem því tilheyrir. „Þetta er sjúklegt basl og dálítið stress," segir Addi sem naut aðstoðar Hrynjanda sem er útgáfufyrirtæki föður hans, Ingva Þórs Kormákssonar úr JJ Soul Band. „Ég eyddi tveimur vikum í hana alveg á milljón og síðan varð „coverið" til á fjórum dögum. Við vorum tveir sveittir að vinna það langt fram á nótt." Addi vill reyndar ekki meina að þetta sé hans fyrsta sólóplata, heldur sé hún frekar samstarfsverkefni hans og þess fjölda rappara sem að henni koma. Á meðal þeirra eru Dóri DNA, Bent og félagar hans úr Forgotten Lores. „Án þeirra hefði þetta engan veginn verið hægt," segir Addi, sem flutti til Íslands frá Danmörku fyrir ári og byrjaði skömmu síðar á plötunni. Hann segir rappið engan veginn búið að vera þó að hann sé einn örfárra rappara sem gefa út fyrir þessi jól. „Ég er ekki að reyna að vekja íslenska hiphop-senu því persónulega finnst mér hún ekki hafa sofnað. Það eina sem sofnaði var útgáfan," segir hann og telur ekki nóg að gefa eingöngu út á Myspace eins og sumir hafa gert. „Ég fyrir mitt leyti vil eiga grip og vera með í þessari plötusölu." Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Rapparinn Addi Intro úr hljómsveitinni Forgotten Lores er að gefa út sína fyrstu sólóplötu, Tivoli Chillout. Platan átti að koma út hjá Geimsteini en vegna kreppunnar og vandræða með gjaldeyri ákvað fyrirtækið að fresta útgáfunni fram í apríl. Það hugnaðist Adda ekki og ákvað hann að gefa hana út sjálfur með öllu því veseni sem því tilheyrir. „Þetta er sjúklegt basl og dálítið stress," segir Addi sem naut aðstoðar Hrynjanda sem er útgáfufyrirtæki föður hans, Ingva Þórs Kormákssonar úr JJ Soul Band. „Ég eyddi tveimur vikum í hana alveg á milljón og síðan varð „coverið" til á fjórum dögum. Við vorum tveir sveittir að vinna það langt fram á nótt." Addi vill reyndar ekki meina að þetta sé hans fyrsta sólóplata, heldur sé hún frekar samstarfsverkefni hans og þess fjölda rappara sem að henni koma. Á meðal þeirra eru Dóri DNA, Bent og félagar hans úr Forgotten Lores. „Án þeirra hefði þetta engan veginn verið hægt," segir Addi, sem flutti til Íslands frá Danmörku fyrir ári og byrjaði skömmu síðar á plötunni. Hann segir rappið engan veginn búið að vera þó að hann sé einn örfárra rappara sem gefa út fyrir þessi jól. „Ég er ekki að reyna að vekja íslenska hiphop-senu því persónulega finnst mér hún ekki hafa sofnað. Það eina sem sofnaði var útgáfan," segir hann og telur ekki nóg að gefa eingöngu út á Myspace eins og sumir hafa gert. „Ég fyrir mitt leyti vil eiga grip og vera með í þessari plötusölu."
Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“