Íslenskt rokk vekur athygli 29. október 2008 04:15 Íslenska metal-sveitin Darknote fær góða umfjöllun í næsta hefti þungarokksblaðsins Metal Edge. Bandaríska þungarokksblaðið Metal Edge fjallar um óútgefna plötu íslensku rokksveitarinnar Darknote í næsta tölublaði sínu sem kemur út 11. nóvember. Plötunni eru gerð góð skil og fer ritstjóri blaðsins fögrum orðum um lagasmíðarnar og spilamennsku. Eitt lag af plötunni má einnig finna á geisladisk sem fylgir með blaðinu og því er um góða kynningu að ræða fyrir Darknote. „Þetta var svolítið skemmtilegt. Hjá okkur snerist þetta um að koma þessu lagi á diskinn sem átti að fylgja þessu blaði. Eftir að við vorum í tölvupóstssamskiptum við tengiliðinn úti vorum við að frétta að aðilar á blaðinu væru hrifnir af þessu. Það endaði á því að ritstjórinn vildi gera meira í þessu og fjalla eitthvað um plötuna," segir Jón Dal, gítarleikari Darknote. Hann játar að þetta gæti opnað dyr fyrir sveitina erlendis og vonar það besta. „Við vitum ekki nákvæmlega hvað gerist, við höfum ekki mikla reynslu af þessu. Þetta er fyrsta stóra „mómentið" okkar erlendis en það væri gaman ef einhverjir hafa samband og að við fáum að spila eitthvað úti. Það er gott að koma nafninu á framfæri og tónlistinni í umferð. Við vonum það besta og bíðum spenntir," segir hann. Plata Darknote, sem mun heita Walk Into Your Nightmare, er í vinnslu og kemur líklega út á næsta ári. Sveitin er um þessar mundir að leita að nýjum gítarleikara og bendir áhugasömum á að skoða síðuna Myspace.com/darknotemetal og hafa samband. freyr@frettabladid.is Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Bandaríska þungarokksblaðið Metal Edge fjallar um óútgefna plötu íslensku rokksveitarinnar Darknote í næsta tölublaði sínu sem kemur út 11. nóvember. Plötunni eru gerð góð skil og fer ritstjóri blaðsins fögrum orðum um lagasmíðarnar og spilamennsku. Eitt lag af plötunni má einnig finna á geisladisk sem fylgir með blaðinu og því er um góða kynningu að ræða fyrir Darknote. „Þetta var svolítið skemmtilegt. Hjá okkur snerist þetta um að koma þessu lagi á diskinn sem átti að fylgja þessu blaði. Eftir að við vorum í tölvupóstssamskiptum við tengiliðinn úti vorum við að frétta að aðilar á blaðinu væru hrifnir af þessu. Það endaði á því að ritstjórinn vildi gera meira í þessu og fjalla eitthvað um plötuna," segir Jón Dal, gítarleikari Darknote. Hann játar að þetta gæti opnað dyr fyrir sveitina erlendis og vonar það besta. „Við vitum ekki nákvæmlega hvað gerist, við höfum ekki mikla reynslu af þessu. Þetta er fyrsta stóra „mómentið" okkar erlendis en það væri gaman ef einhverjir hafa samband og að við fáum að spila eitthvað úti. Það er gott að koma nafninu á framfæri og tónlistinni í umferð. Við vonum það besta og bíðum spenntir," segir hann. Plata Darknote, sem mun heita Walk Into Your Nightmare, er í vinnslu og kemur líklega út á næsta ári. Sveitin er um þessar mundir að leita að nýjum gítarleikara og bendir áhugasömum á að skoða síðuna Myspace.com/darknotemetal og hafa samband. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira